Breiðablik mistókst að ná fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna er liðið gerði 1-1 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum.
Fyrsta mark leiksins kom á 32. mínútu er Breiðablik komst yfir. Markið skoraði Eyjastelpan Berglind Björg Þorvalsdóttir eftir undirbúning Öglu Maríu Albertsdóttur.
1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik en tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Cloé Lacasse fyrir ÍBV. Lokatölur 1-1 og dýr stig í súginn hjá toppliði Breiðabliks.
Þór/KA tapaði fyrir KR í þessari sömu umferð svo Blikarnir gátu náð fjögurra stiga forskoti en er nú með tveggja stiga forskot á toppnum.
ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fimmtán stig en úrslit og markaskorarar eru fengnir frá Fótbolti.net.
Breiðablik mistókst að ná fjögurra stiga forskoti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn


Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR
Íslenski boltinn

Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn

„Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“
Íslenski boltinn

„Ég get ekki beðið“
Handbolti



Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
