Stefni að því að verða 98 Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 13:00 Halldóra Geirharðsdóttir kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. Fréttablaðið/Eyþór Það er geggjað að verða fimmtug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ungdómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamótamynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýningarviku í Frakklandi og er enn í Háskólabíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfsvettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heiminum.“ Hún kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tímamótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Það er geggjað að verða fimmtug. Ég stefni að því að verða 98 ára og fer því bara að byrja seinni helminginn,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, sem á hálfrar aldar afmæli á morgun. Hún telur að það sé hvort tveggja í senn þyngra og léttara að vera manneskja í seinni hálfleik. Þyngra af því að þá sé fólk áhyggjufyllra en á ungdómsárum. „Ég dvaldi einu sinni í þrjá og hálfan mánuð í Frönsku Pólýnesíu og var mikið að snorkla. Þegar vika var eftir komst ég að því að múrenur eru rosalega hættulegar. Múrenur líkjast álum en líka steinbítum og ef þær bíta mann geta þær dregið mann inn í holu. Ég var svo glöð yfir að ég vissi þetta ekki fyrr en undir lokin.“ En að hvaða leyti er léttara að vera roskin manneskja en ung? „Þá áttar maður sig á að maður má ekki stela ferðalaginu af öðru fólki og skipta sér of mikið af, heldur sleppa tökunum.“ Halldóra kveðst margt hafa lært á fyrri hluta vegferðarinnar sem geri dagana léttari. „Ég er búin að fara í gegnum fern tólf spora samtök, leika í Jesú litla, ganga í gegnum allar dauðasyndirnar hans Dantes, Guð blessi Ísland og Kona fer í stríð. – Já, Kona fer í stríð er tímamótamynd í mínu lífi. Hún er á fjórðu sýningarviku í Frakklandi og er enn í Háskólabíói, ég mæli með henni fyrir alla, upp úr og niður úr og þverpólitískt.“ Bætir svo við: „Þess vegna er ég auðvitað í þessu viðtali til að auglýsa myndina, allir í bíó, áfram íslensk kvikmyndagerð!“ Tímamótin eru fleiri hjá Halldóru um þessar mundir því hún er að hefja kennslu við Listaháskólann og setjast á skrifstofu í fyrsta skipti á ævinni. „Ég hlakka rosalega til að breyta um starfsvettvang,“ segir hún spennt. „Sjá hvort ég geti miðlað einhverju og hjálpað ungu fólki að finna sinn farveg og breyta heiminum.“ Hún kveðst búin að halda upp á afmælið. „Ég er rosalegt afmælisbarn og gæti ekki farið fram hjá þessum tímamótum án þess að gera eitthvað úr þeim. Veit samt ekkert hvað ég geri á morgun, afmælisdaginn sjálfan – en það verður eitthvað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira