Rapparinn Birnir tilkynnir nýja plötu Bergþór Másson skrifar 11. ágúst 2018 16:45 Rapparinn Birnir kemur fram á Secret Solstice hátíðinni. Glöggir taka eftir rapparanum Herra Hnetusmjör í bakgrunn stoltan á svip með símann á lofti að fylgjast með félaga sínum. Aníta Eldjárn Rapparinn Birnir tilkynnti á Instagram síðu sinni í dag að hans fyrsta plata muni koma út þann 20. ágúst. Platan ber heitið Matador og er gefin út af Les Fréres Stefsson. Arnar Ingi Ingason, einnig þekktur sem Young Nazareth, útsetti plötuna í heild sinni. Þá er Marteinn Hjartarson, einnig þekktur sem Bangerboy, höfundur þriggja takta á plötunni. Birnir steig fram á sjónarsviðið í byrjun árs 2017 með laginu Sama tíma. Síðan þá hefur hann gefið út lögin: Ekki switcha, Já ég veit og Út í geim, ásamt því að hafa ítrekað komið fram á lögum kollega sinna í íslensku rapp-senunni. Birnir hefur vakið mikla athygli íslenskra rappaðdáenda fyrir frumlegan framburð, ljóðrænan stíl og gott vald á íslenskri tungu. Hægt og rólega hefur hann stimplað sig inn sem einn fremsta og færasta rappara landsins. Platan hefur verið í vinnslu í um það bil eitt og hálft ár að sögn Birnis og er óhætt að segja að íslenski rappheimurinn bíður með mikilli eftirvæntingu eftir þessari frumraun kappans. Plötuumslagið gerði Rögnvaldur Skúli Árnason og má sjá það á Instagram færslu Birnis hér fyrir neðan. "MATADOR" 20/08/18 A post shared by Birnir Sigurðarson (@brnir) on Aug 11, 2018 at 5:22am PDT Tónlist Tengdar fréttir Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. 22. júlí 2018 15:09 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Rapparinn Birnir tilkynnti á Instagram síðu sinni í dag að hans fyrsta plata muni koma út þann 20. ágúst. Platan ber heitið Matador og er gefin út af Les Fréres Stefsson. Arnar Ingi Ingason, einnig þekktur sem Young Nazareth, útsetti plötuna í heild sinni. Þá er Marteinn Hjartarson, einnig þekktur sem Bangerboy, höfundur þriggja takta á plötunni. Birnir steig fram á sjónarsviðið í byrjun árs 2017 með laginu Sama tíma. Síðan þá hefur hann gefið út lögin: Ekki switcha, Já ég veit og Út í geim, ásamt því að hafa ítrekað komið fram á lögum kollega sinna í íslensku rapp-senunni. Birnir hefur vakið mikla athygli íslenskra rappaðdáenda fyrir frumlegan framburð, ljóðrænan stíl og gott vald á íslenskri tungu. Hægt og rólega hefur hann stimplað sig inn sem einn fremsta og færasta rappara landsins. Platan hefur verið í vinnslu í um það bil eitt og hálft ár að sögn Birnis og er óhætt að segja að íslenski rappheimurinn bíður með mikilli eftirvæntingu eftir þessari frumraun kappans. Plötuumslagið gerði Rögnvaldur Skúli Árnason og má sjá það á Instagram færslu Birnis hér fyrir neðan. "MATADOR" 20/08/18 A post shared by Birnir Sigurðarson (@brnir) on Aug 11, 2018 at 5:22am PDT
Tónlist Tengdar fréttir Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30 Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. 22. júlí 2018 15:09 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Flóni, Birnir og Joey Christ með nýtt myndband við lagið OMG Rapparnir Flóni, Birnir og Joey Christ gáfu í dag út nýtt myndband við lagið OMG. 26. júlí 2018 13:30
Joe Frazier sagði skilið við KBE eftir stolinn takt: „Mistökin eru 100% mín megin“ Taktsmiðurinn og rapparinn Joe Frazier sagði sig úr rapphópnum KBE nú í lok júní. 22. júlí 2018 15:09