Idris Elba kyndir undir orðrómum um að hann verði næsti Bond Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 13:18 Elba hefur haslað sér völl í Hollywood á undanförnum árum og hefur verið orðaður við hlutverk James Bond frá árinu 2014. Vísir/Getty Tíst sem breski leikarinn Idris Elba sendi frá sér í dag hefur gefið orðrómum um að hann taki við hlutverki njósnarans James Bonda byr undir báða vængi. Orðrómar um að Elba gæti orðið fyrsti svarti leikarinn til að túlka hlutverk njósnarans lausgyrta hafa verið viðarandi undanfarin fjögur ár. „Ég heiti Elba, Idris Elba,“ tísti Elba í dag og birti mynd af sjálfum sér með. Aðdáendur hans og James Bond-myndanna hafa tekið tístinu sem vísbendingu um að hann verði næsti Bond, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.my name's Elba, Idris Elba. pic.twitter.com/kEyyaVg8JX— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018 Stutt er síðan framleiðandi myndanna gaf í skyn að Elba væri tilvalinn í hlutverkið. Daniel Craig, núverandi Bond, ætlar að hætta á leika í myndunum á næsta ári. Elba er 45 ára gamall. Hann er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttunum The Wire, bresku sakamálaþáttunum Luther og Hollywood-myndum eins og Star Trek og ofurhetjumyndum Marvel. Hann virtist þó slá á orðróminn skömmu eftir upphaflega tístið. „Ekki trúa skruminu...“ tísti leikarinn.Don't believe the HYPE...— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018 James Bond Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tíst sem breski leikarinn Idris Elba sendi frá sér í dag hefur gefið orðrómum um að hann taki við hlutverki njósnarans James Bonda byr undir báða vængi. Orðrómar um að Elba gæti orðið fyrsti svarti leikarinn til að túlka hlutverk njósnarans lausgyrta hafa verið viðarandi undanfarin fjögur ár. „Ég heiti Elba, Idris Elba,“ tísti Elba í dag og birti mynd af sjálfum sér með. Aðdáendur hans og James Bond-myndanna hafa tekið tístinu sem vísbendingu um að hann verði næsti Bond, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.my name's Elba, Idris Elba. pic.twitter.com/kEyyaVg8JX— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018 Stutt er síðan framleiðandi myndanna gaf í skyn að Elba væri tilvalinn í hlutverkið. Daniel Craig, núverandi Bond, ætlar að hætta á leika í myndunum á næsta ári. Elba er 45 ára gamall. Hann er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttunum The Wire, bresku sakamálaþáttunum Luther og Hollywood-myndum eins og Star Trek og ofurhetjumyndum Marvel. Hann virtist þó slá á orðróminn skömmu eftir upphaflega tístið. „Ekki trúa skruminu...“ tísti leikarinn.Don't believe the HYPE...— Idris Elba (@idriselba) August 12, 2018
James Bond Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira