Tíkin Irma tók að sér kettling eftir að hafa misst sjö hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2018 19:15 Það fer einstaklega vel á með Irmu og kettlingnum eftir að Irma ákvað að gerast fósturmóðir hans. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela. Dýr Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela.
Dýr Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira