Tíkin Irma tók að sér kettling eftir að hafa misst sjö hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. ágúst 2018 19:15 Það fer einstaklega vel á með Irmu og kettlingnum eftir að Irma ákvað að gerast fósturmóðir hans. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson „Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela. Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Allt er gott sem endar vel“ er málsháttur sem á sérstaklega vel við tíkina Irmu á Selfossi þessa dagana. Ástæðan er sú að hún gaut nýlega sjö hvolpum sem fæddust allir andvana. Irma var ómöguleg eftir það en þá brá eigandinn á það ráð að setja nýfæddan kettling undir hana sem sígur hana og nýtur lífsins með nýju fóstur mömmu sinni. Í einu af húsunum í Bakkatjörn á Selfossi býr Jóhanna Íris Hjaltadóttir og fjölskylda hennar. Á heimilinu eru hundar og kettir, m.a. tíkin Irma þriggja ára. Mikil tilhlökkun hefur verið á heimilinu að fá hvolpa undan Irmu en hún gaut þeim fyrir viku síðan. „Mér fannst þetta ganga hálf hægt hjá henni þannig að ég fór með hana á dýraspítala í bænum og þá kemur í ljós að hún er of þröng og getur því ekki gotið sjálf, það þurfti því að taka hvolpana með keisara. Það komu sjö hvolpar en af einhverjum ástæðum lifði enginn af.Jóhanna Íris Hjaltadóttir ásamt Irmu og litla kettlingnum.Vísir/magnús hlynurÞeir voru allir lifandi þegar hún fór í aðgerðina og þegar við fengum þá í hendurnar en við fengum þá aldrei til að byrja að anda,“ segir Jóhanna Íris. Þá voru góð ráð dýr, engir hvolpar og Irma vældi allan daginn yfir stöðu sinni. Jóhanna Íris brá þá á það ráð að fá tveggja vikna kettling og setja undir Irmu, það varð ást við fyrstu sýn. „Þó það sé ofboðslega sorglegt að missa sjö hvolpa þá er allt gott sem endar vel. Tíkin er orðin sjálfum sér lík og búin að taka gleði sína yfir þessu öllu“, bætir Jóhanna Íris við og segir mikinn kærleik á milli kettlingsins og tíkarinnar. „Já, já, algjörlega, hann eltir hana út um allt og hún passar hann ofboðslega vel með því að þrífa hann og þau kúra mikið saman. Hún er alveg ómöguleg ef kettlingurinn er frammi þegar við förum að sofa, hún vill hafa okkur öll inn í herbergi saman.“ Kettlingurinn sýgur spenana á Irmu og fær mjólk þaðan en til að bæta á hann þá gefur Jóhanna Íris honum stundum líka úr pela.
Dýr Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira