Tveir bjóða sig fram til forseta ASÍ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2018 19:45 Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson sækjast eftir forsetastól Alþýðusambandsins. Báðir frambjóðendur eru sammála um að endurskoða þurfi skattkerfið. Von er á hörðum vetri þegar litið er til kjaramála en fjölmargir samningar losna um áramótin.Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson.Vísir/Samsett„Áherslurnar hafa aðallega verið á félagslegt réttlæti, það er að segja að skattkerfinu sé beitt í þágu jöfnuðar. Að við gefum í í húsnæðismálum og að það sé tekið hressilega á félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal. „Áherslunar hjá mér eru þær að við þurfum að byggja upp traust. Það hefur verið óvægin umræða um Alþýðusambandið á samfélagsmiðlum,“ segir Sverrir Már Albertsson. Þá segir hann að mikilvægt að endurvekja þá hugsun að allt vald sambandsins komi frá aðildarfélögunum og að allt vald aðildarfélaganna komi frá félagsmönnum. Þungt ár er framundan þar sem fjölmargir kjarasamningar losna um áramótin. „Ég myndi segja að það væri töluvert á ábyrgð stjórnvalda og að sjálfsögðu viðsemjenda okkar, hvort það verði hér rólegt eða ekki á vinnumarkaðnum á næsta ári,“ segir Drífa.Hvernig geta stjórnvöld brugðist við?„Þau geta brugðist við með því að breyta skattkerfinu og þá skiptir ekki öllu máli hvernig það verði gert heldur að það verði notað til jöfnuðar. Svo þurfa atvinnurekendur að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að ganga til kjarasamninga og hafa það virkilega í kröfum sínum að hér verði samið um laun undir því sem kostar að lifa af,“ segir Drífa. „Frjálshyggjan og uppgangur yfirstéttanna er búinn að vera fram úr hófi síðustu ár. Miðskiptingin er orðin verulega mikil og ef að stjórnvöld ætla á einhvern hátt að stefna að friði á vinnumarkaði á næsta ári þá þurfa þau að fara í verulega endurskoðun á skattakerfi og millifærslukerfi,“ segir Sverrir. Gengið verður til kosninga í lok óktóber. Kjaramál Tengdar fréttir Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09 Drífa Snædal býður sig fram: „Ef við náum saman halda okkur engin bönd“ Drífa býður sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands. 7. ágúst 2018 15:00 „Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í“ Sjúkrasjóðir VR eru komnir að þolmörkum. Vísbendingar eru um að fleiri finni fyrir kulnun í starfi. 3. ágúst 2018 10:40 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson sækjast eftir forsetastól Alþýðusambandsins. Báðir frambjóðendur eru sammála um að endurskoða þurfi skattkerfið. Von er á hörðum vetri þegar litið er til kjaramála en fjölmargir samningar losna um áramótin.Drífa Snædal og Sverrir Már Albertsson.Vísir/Samsett„Áherslurnar hafa aðallega verið á félagslegt réttlæti, það er að segja að skattkerfinu sé beitt í þágu jöfnuðar. Að við gefum í í húsnæðismálum og að það sé tekið hressilega á félagslegum undirboðum á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Drífa Snædal. „Áherslunar hjá mér eru þær að við þurfum að byggja upp traust. Það hefur verið óvægin umræða um Alþýðusambandið á samfélagsmiðlum,“ segir Sverrir Már Albertsson. Þá segir hann að mikilvægt að endurvekja þá hugsun að allt vald sambandsins komi frá aðildarfélögunum og að allt vald aðildarfélaganna komi frá félagsmönnum. Þungt ár er framundan þar sem fjölmargir kjarasamningar losna um áramótin. „Ég myndi segja að það væri töluvert á ábyrgð stjórnvalda og að sjálfsögðu viðsemjenda okkar, hvort það verði hér rólegt eða ekki á vinnumarkaðnum á næsta ári,“ segir Drífa.Hvernig geta stjórnvöld brugðist við?„Þau geta brugðist við með því að breyta skattkerfinu og þá skiptir ekki öllu máli hvernig það verði gert heldur að það verði notað til jöfnuðar. Svo þurfa atvinnurekendur að standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort þeir ætli að ganga til kjarasamninga og hafa það virkilega í kröfum sínum að hér verði samið um laun undir því sem kostar að lifa af,“ segir Drífa. „Frjálshyggjan og uppgangur yfirstéttanna er búinn að vera fram úr hófi síðustu ár. Miðskiptingin er orðin verulega mikil og ef að stjórnvöld ætla á einhvern hátt að stefna að friði á vinnumarkaði á næsta ári þá þurfa þau að fara í verulega endurskoðun á skattakerfi og millifærslukerfi,“ segir Sverrir. Gengið verður til kosninga í lok óktóber.
Kjaramál Tengdar fréttir Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09 Drífa Snædal býður sig fram: „Ef við náum saman halda okkur engin bönd“ Drífa býður sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands. 7. ágúst 2018 15:00 „Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í“ Sjúkrasjóðir VR eru komnir að þolmörkum. Vísbendingar eru um að fleiri finni fyrir kulnun í starfi. 3. ágúst 2018 10:40 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Drífa vill verða forseti ASÍ Drífa Snædal hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta ASÍ. 7. ágúst 2018 10:09
Drífa Snædal býður sig fram: „Ef við náum saman halda okkur engin bönd“ Drífa býður sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands. 7. ágúst 2018 15:00
„Þetta getur ekki annað en endað með ósköpum ef við förum ekki að stíga inn í“ Sjúkrasjóðir VR eru komnir að þolmörkum. Vísbendingar eru um að fleiri finni fyrir kulnun í starfi. 3. ágúst 2018 10:40