Umræða hefur skapast hér á landi og í Noregi um áhrif þriðja orkupakka Evrópusambandsins (ESB) á hagsmuni ríkjanna og valdheimildir á orkusviðinu. Umræðan hefur einkum snúist um hvort samþykkt hans feli í sér framsal valdheimilda til stofnunar ESB sem hefur umsjón með samstarfi eftirlitsstofnana ríkjanna á orkumarkaði (ACER). Þingið í Noregi samþykkti orkupakkann síðastliðið vor en hann hefur ekki komið til umræðu á Alþingi.
Á fundinum verður fjallað um ýmis þau álitamál sem snert hefur verið á í umræðunni hér á landi og í Noregi, þ.á m. um hlutverk og valdheimildir ACER og áhrif innleiðingar þriðja orkupakkans á stjórnun orkulinda.
9:00-9:10 Setning.
Fundarstjóri, Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR.
9:10-9:45 ACER‘s Functions and Responsibilities.
Alberto Pototschnig, forstjóri ACER.
9:45-10:10 Meginefni orkulöggjafar ESB og möguleg áhrif þriðja orkupakkans hér á landi.
Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR.
10:10-10:40 Implementation of the third Energy Package in Norway, the main challenges.
Henrik Bjørnebye, prófessor við lagadeild Háskólans í Osló.
10:40 – 11:00 Kaffihlé.
11:00 – 11:20 Áhrif þriðja orkupakkans á heimili og fyrirtæki í landinu.
Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur Samorku.
11:00 – 11:20 Áhrif þriðja orkupakkans á hlutverk og starfsemi Orkustofnunar.
Guðni Jóhannesson, orkumálastjóri
11:40-12:00 Fyrirspurnir og umræður