Lokanir á umferðaræðum Suðurlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 15:30 Hjáleið um Þrengsli og Óseyrarbrú er merkt með rauðu á kortinu. Almennri umferð er beint um hjáleiðina næstu viku. Vísir/Hjalti Miklar vegalokanir standa nú yfir á Suðurlandi. Ölfusárbrú verður lokað frá klukkan 16 í dag og mun lokunin standa yfir í viku. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú. Þá er umferð til austurs um Suðurlandsveg einnig beint um hjáleið vegna malbikunarvinnu í dag.Mjög slæmt að þurfa að loka brúnni Eins og greint hefur verið frá þarf að steypa nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. Svanur Bjarnason er svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. „Það á að laga slitgólf brúarinnar, það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið, og farið að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag,“ segir Svanur. Hann segir mjög slæmt að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma en ekkert annað sé í stöðunni. „Það er mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta.“Um sautján þúsund bílum er ekið yfir brúna á hverjum degi.VÍSIR/ERNIRGangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á meðan brúin verður lokuð, þ.e. til mánudagsins 20. ágústs næstkomandi, og þá verður hægt að hleypa lögreglu-, sjúkra- og björgunarsveitarbílum í forgangsakstri yfir brúna. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrabrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Malbikun á Suðurlandsvegi til miðnættis Þá er vegkafli milli Hellisheiðarvirkjunar og Skíðaskála á Suðurlandsvegi lokað vegna malbikunarvinnu í dag. Umferð til austurs er á meðan beint um Þrengsli og Óseyrarbrú. Áætlað er að malbikað verði til miðnættis í nótt. Að auki hefur Þingvallavegur verið lokaður síðan í júlí milli þjónusumiðstöðvarinnar og að eystri gatnamótum við Vallaveg. Mun lokunin standa yfir fram í október og er umferð beint á hjáleið um Vallaveg. Samgöngur Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00 „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Miklar vegalokanir standa nú yfir á Suðurlandi. Ölfusárbrú verður lokað frá klukkan 16 í dag og mun lokunin standa yfir í viku. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú. Þá er umferð til austurs um Suðurlandsveg einnig beint um hjáleið vegna malbikunarvinnu í dag.Mjög slæmt að þurfa að loka brúnni Eins og greint hefur verið frá þarf að steypa nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. Svanur Bjarnason er svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. „Það á að laga slitgólf brúarinnar, það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið, og farið að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag,“ segir Svanur. Hann segir mjög slæmt að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma en ekkert annað sé í stöðunni. „Það er mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta.“Um sautján þúsund bílum er ekið yfir brúna á hverjum degi.VÍSIR/ERNIRGangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á meðan brúin verður lokuð, þ.e. til mánudagsins 20. ágústs næstkomandi, og þá verður hægt að hleypa lögreglu-, sjúkra- og björgunarsveitarbílum í forgangsakstri yfir brúna. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrabrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Malbikun á Suðurlandsvegi til miðnættis Þá er vegkafli milli Hellisheiðarvirkjunar og Skíðaskála á Suðurlandsvegi lokað vegna malbikunarvinnu í dag. Umferð til austurs er á meðan beint um Þrengsli og Óseyrarbrú. Áætlað er að malbikað verði til miðnættis í nótt. Að auki hefur Þingvallavegur verið lokaður síðan í júlí milli þjónusumiðstöðvarinnar og að eystri gatnamótum við Vallaveg. Mun lokunin standa yfir fram í október og er umferð beint á hjáleið um Vallaveg.
Samgöngur Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00 „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29
Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00
„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00