Skorar á þjóðarleiðtoga að skafa af sér kílóin Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 06:32 Tongverjar eru sjöunda feitasta þjóð í heimi. ESA Forsætisráðherra eyríkisins Tonga ætlar sér að skora á aðra þjóðarleiðtoga Kyrrahafsríkja í þyngdartapskeppni. Ætlunin með keppninni að sögn forsætisráðherrans, Akilisi Pohiva, er að vekja athygli á heilsusamlegu líferni en ofþyngd er mikið heilsufarsvandamál meðal barna í Kyrrahafsríkjum. Pohiva segist ætla að stinga upp á keppninni, sem myndi ganga út á að skafa af sér sem flest kíló á einu ári, á sameiginlegum fundi leiðtoganna í Nárú í september. Akilisi Pohiva, forsætisráðherra Tonga.AAPHann segir að fundurinn sé ágætis upphafspunktur keppninnar því hann er árlegur. Leiðtogarnir geti því aftur stigið saman á vigtina að ári liðnu og mælt árangurinn. „Við Kyrrahafsleiðtogarnir hittumst og tölum og tölum um vandamálin en þrátt fyrir það virðist lítið gerst, þetta virðist ekki virka,“ er haft eftir forsætisráðherranum á vef Guardian. „Þegar leiðtogarnir hafa tamið sér rétta hugarfarið munu þeir geta hvatt þjóðir sínar til að fylgja í þeirra fótspor,“ bætir Pohiva við. Meira en helmingur - og í sömu tilfellum næstum 90% - íbúa hið minnsta 10 Kyrrahafsríkja teljast of þungir samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt staðreyndabók CIA, sem tekur saman töluleg gögn um heimsbyggðina, voru 10 feitustu þjóðir heims allar í Kyrrahafi. Þar er Nárú efst á lista en um 61% allra fullorðinna í landinu eru í ofþyngd. Ástæðurnar fyrir vandanum eru margþættar en einhverjir hafa bent á innreið unninna matvæla, á kostnað innlendrar, næringaríkrar framleiðslu. Heilsa Naúrú Tonga Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Forsætisráðherra eyríkisins Tonga ætlar sér að skora á aðra þjóðarleiðtoga Kyrrahafsríkja í þyngdartapskeppni. Ætlunin með keppninni að sögn forsætisráðherrans, Akilisi Pohiva, er að vekja athygli á heilsusamlegu líferni en ofþyngd er mikið heilsufarsvandamál meðal barna í Kyrrahafsríkjum. Pohiva segist ætla að stinga upp á keppninni, sem myndi ganga út á að skafa af sér sem flest kíló á einu ári, á sameiginlegum fundi leiðtoganna í Nárú í september. Akilisi Pohiva, forsætisráðherra Tonga.AAPHann segir að fundurinn sé ágætis upphafspunktur keppninnar því hann er árlegur. Leiðtogarnir geti því aftur stigið saman á vigtina að ári liðnu og mælt árangurinn. „Við Kyrrahafsleiðtogarnir hittumst og tölum og tölum um vandamálin en þrátt fyrir það virðist lítið gerst, þetta virðist ekki virka,“ er haft eftir forsætisráðherranum á vef Guardian. „Þegar leiðtogarnir hafa tamið sér rétta hugarfarið munu þeir geta hvatt þjóðir sínar til að fylgja í þeirra fótspor,“ bætir Pohiva við. Meira en helmingur - og í sömu tilfellum næstum 90% - íbúa hið minnsta 10 Kyrrahafsríkja teljast of þungir samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Samkvæmt staðreyndabók CIA, sem tekur saman töluleg gögn um heimsbyggðina, voru 10 feitustu þjóðir heims allar í Kyrrahafi. Þar er Nárú efst á lista en um 61% allra fullorðinna í landinu eru í ofþyngd. Ástæðurnar fyrir vandanum eru margþættar en einhverjir hafa bent á innreið unninna matvæla, á kostnað innlendrar, næringaríkrar framleiðslu.
Heilsa Naúrú Tonga Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira