Toyota á Íslandi hagnaðist um ríflega 1.133 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 64 prósent frá fyrra ári þegar hann var um 692 milljónir króna, samkvæmt nýbirtum ársreikningi bílaumboðsins.
Leggur stjórnin til að greiddur verði arður upp á 300 milljónir króna vegna síðasta árs.
Rekstrartekjur Toyota á Íslandi námu 15,4 milljörðum króna í fyrra en til samanburðar voru tekj- urnar um 12,6 milljarðar árið 2016. Rekstrargjöldin voru 13,7 milljarðar króna í fyrra og hækkuðu um 2,1 milljarð króna á milli ára. EBITDA bílaumboðsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var rúmlega 1,7 milljarðar króna í fyrra og batnaði um 76 prósent frá fyrra ári þegar EBITDA var 982 milljónir.
34 starfsmenn að meðaltali störfuðu hjá félaginu í fyrra
Toyota á Íslandi átti eignir upp á 5,9 milljarða króna í lok síðasta árs en eigið fé þess var á sama tíma 1,6 milljarðar og eiginfjárhlutfallið um 27 prósent.
Félagið er alfarið í eigu UK fjárfestinga sem er aftur í jafnri eigu Úlfars Steindórssonar forstjóra og Kristjáns Þorbergssonar fjármálastjóra.
Leggur stjórnin til að greiddur verði arður upp á 300 milljónir króna vegna síðasta árs.
Rekstrartekjur Toyota á Íslandi námu 15,4 milljörðum króna í fyrra en til samanburðar voru tekj- urnar um 12,6 milljarðar árið 2016. Rekstrargjöldin voru 13,7 milljarðar króna í fyrra og hækkuðu um 2,1 milljarð króna á milli ára. EBITDA bílaumboðsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var rúmlega 1,7 milljarðar króna í fyrra og batnaði um 76 prósent frá fyrra ári þegar EBITDA var 982 milljónir.
34 starfsmenn að meðaltali störfuðu hjá félaginu í fyrra
Toyota á Íslandi átti eignir upp á 5,9 milljarða króna í lok síðasta árs en eigið fé þess var á sama tíma 1,6 milljarðar og eiginfjárhlutfallið um 27 prósent.
Félagið er alfarið í eigu UK fjárfestinga sem er aftur í jafnri eigu Úlfars Steindórssonar forstjóra og Kristjáns Þorbergssonar fjármálastjóra.