Spenna í aðdraganda íbúakosningar í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2018 14:32 Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Fréttablaðið/Eyþór Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“ Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Mikil spennan er á meðal íbúa í Árborg vegna íbúakosningar á laugardaginn en þá verður kosið um nýjan miðbæ á Selfossi, sem gerir ráð fyrir endurbyggingu húsa víðsvegar á landinu en eru horfin af sjónarsviðinu. Fyrrverandi forseti bæjarstjórnar ætlar að segja nei í kosningunni en núverandi forseti reiknar með að segja já. Um 6.500 íbúar eru á kjörskrá vegna kosninganna á laugardaginn. Kosið verður í sex kjördeildum frá kl. 09:00 til 18:00. Kosið verður um breytingu á aðal og deiliskipulagi miðbæjar Selfoss. Segi 29% íbúa já í kosningunni verður farið af stað með nýjan miðbæ á vegum Sigtúns Þróunarfélags sem gerir ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa víða af landinu sem eru ekki lengur til. Segi íbúar hins vegar nei í kosningunni verður unnið áfram með gildandi aðalskipulag fyrir miðbæ Selfoss frá 2012.Verði kosningaþáttaka undir 29% verður niðurstaða kosninganna ráðgefandi fyrir endanlega ákvörðun bæjarstjórnar. Ingunn Guðmundsdóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Árborgar vill ekki sjá nýjan miðbæ á vegum Sigtúns þróunarfélags. „Ég er andvíg þessu skipulagi, fyrst og fremst út af þeim samningi sem tekur gildi ef við samþykkjum deiliskipulagið. Vegna þess að þetta félag sem fær umráðaréttinn yfir öllum lóðunum á þessu svæði, það auðvitað eykur verðgildi sitt til muna við það að fá þennan rétt. Og ég hef áhyggjur af því að við það að auka verðgildi félagsins svona mikið þá muni eigendur þess freistast til að selja það, til að leysa út ágóðann.“ Helgi S. Haraldsson, nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar reiknar með að segja já í kosningunni á laugardaginn. „Fyrst og fremst langar mig að sjá þarna líflega uppbyggingu og eitthvert líf í miðbæinn. Það er ömurlegt eftir öll þessi ár að horfa á þetta sár þarna.Ætlarðu að segja já eða nei?„Ég reikna með að ég segi já.“
Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira