Bæjarstjórar undrast útboð um breikkun Suðurlandsvegar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. ágúst 2018 18:49 Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. Vegagerðin stefnir að því að opna útboð í fyrsta áfanga um breikkun Suðurlandsvega milli Hveragerðis og Árborgar í þessum mánuði. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar var haft eftir fulltrúa Vegagerðarinnar að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu. Enn á eftir að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Reykjanesbæ og upp að flugstöð. Menn spyrja sig hvort ekki eigi að klára þessa tvöföldun áður en ráðist er í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar.Mörg alvarleg umferðarslysMörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu misserum á þeim tveimur vegarköflum sem um ræðir. Síðast í morgun lentu fjórir bílar í árekstri við Reykjanesbraut þar sem ein aksturstefna er í hvora átt í Hafnarfirði. Bæjarstjórar tveggja sveitarfélaga, þar sem Reykjanesbraut liggur í gegn undrast forgangsröðun Vegargerðarinnar. „Ef menn ætla að fara að ráðast í tvöföldun á Suðurlandsvegi þá er það bara fínt mál. En við erum ekki sátt við það ef það verður til þess að tefja þessar tímasetningar sem menn hafa verið að varpa fram með tvöföldun hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Í sama streng tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og óskar eftir skýrum svörum. „Þessar fréttir að Reykjanesbrautin sé ekki að fara í útboð á þessum tíma sem við vorum búin að binda miklar vonir við og þrýsta á í langan tíma, þær eru okkur mikil vonbrigði og í kjölfar þeirra munum við núna strax krefjast svara,“ segir Rósa.Þurfa að halda málstaðnum á loftiKjartan segist ekki vilja gera lítið úr mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn. „En við þurfum að halda áfram að halda okkar málstað á lofti í samráði við þingmenn og ráðherra.“ Rósa bendir á að það séu 600 milljónir í fjárlögum til Reykjanesbrautarinnar á þessu ári. „Og við viljum sjá það að þeir fjármunir fari að vinna á réttum stað og því eru þetta mikil vonbrigði að sjá að það sé ekki verið að fara í útboð á Reykjanesbrautinni," segir hún. Samgöngur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Bæjarstjórar Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar undrast að útboð um breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar verði opnuð í þessum mánuði og að hugsanlega geti framkvæmdir hafist á þessu ári. Enn er óljóst hvenær tvöföldun Reykjanesbrautar verður lokið. Vegagerðin stefnir að því að opna útboð í fyrsta áfanga um breikkun Suðurlandsvega milli Hveragerðis og Árborgar í þessum mánuði. RÚV greindi fyrst frá málinu en þar var haft eftir fulltrúa Vegagerðarinnar að framkvæmdir gætu hafist síðar á árinu. Enn á eftir að ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautar á tveimur stöðum, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Reykjanesbæ og upp að flugstöð. Menn spyrja sig hvort ekki eigi að klára þessa tvöföldun áður en ráðist er í tvöföldun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Árborgar.Mörg alvarleg umferðarslysMörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á síðustu misserum á þeim tveimur vegarköflum sem um ræðir. Síðast í morgun lentu fjórir bílar í árekstri við Reykjanesbraut þar sem ein aksturstefna er í hvora átt í Hafnarfirði. Bæjarstjórar tveggja sveitarfélaga, þar sem Reykjanesbraut liggur í gegn undrast forgangsröðun Vegargerðarinnar. „Ef menn ætla að fara að ráðast í tvöföldun á Suðurlandsvegi þá er það bara fínt mál. En við erum ekki sátt við það ef það verður til þess að tefja þessar tímasetningar sem menn hafa verið að varpa fram með tvöföldun hjá okkur,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Í sama streng tekur Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og óskar eftir skýrum svörum. „Þessar fréttir að Reykjanesbrautin sé ekki að fara í útboð á þessum tíma sem við vorum búin að binda miklar vonir við og þrýsta á í langan tíma, þær eru okkur mikil vonbrigði og í kjölfar þeirra munum við núna strax krefjast svara,“ segir Rósa.Þurfa að halda málstaðnum á loftiKjartan segist ekki vilja gera lítið úr mikilvægi þess að tvöfalda Suðurlandsveginn. „En við þurfum að halda áfram að halda okkar málstað á lofti í samráði við þingmenn og ráðherra.“ Rósa bendir á að það séu 600 milljónir í fjárlögum til Reykjanesbrautarinnar á þessu ári. „Og við viljum sjá það að þeir fjármunir fari að vinna á réttum stað og því eru þetta mikil vonbrigði að sjá að það sé ekki verið að fara í útboð á Reykjanesbrautinni," segir hún.
Samgöngur Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira