Friðrik Þór Halldórsson, tökumaður fréttastofu, náði mögnuðum myndum þegar tókst að ná andarnefjunni á flot en Vísir sýndi beint frá björgunni fyrr í kvöld.
Talið er að andarnefjurnar hafi að líkindum fest sig í fjörunni við að elta makríl. Björgunarmenn breiddu handklæðum og lökum yfir dýrin til að halda á þeim hita og bera og dældu vatni til að hella yfir þær á meðan beðið var eftir að flæddi að.
Sjá má upptökuna að neðan, en björgunarmenn náðu að koma hvalnum á flot þegar um einn klukkutími og tíu mínútur eru liðnar af upptökunni.