Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira