Miklar umferðartafir hafa verið á Suðurlandsvegi við Landvegamót vegna malbikunarframkvæmda. Samkvæmt upplýsingum frá vegfarendum hafa langar bílaraðir myndast þar í báðar áttir og bílum hleypt í gegn í hollum.
Einn vegfarandi sagði í samtali við Vísi að um hálftíma bið hefði verið eftir því að komast í gegn þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað.
