Á annan tug hópslagsmála og mikil unglingadrykkja Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2018 19:33 Hátíðarhöld fóru að mestu vel fram á Menningarnótt í gær. Vísir/Vilhelm Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir. Menningarnótt Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Tilkynnt var um á annan tug hópslagsmála á Menningarnótt í gær sem flest áttu sér stað á Ingólfstorgi. Þá var mikið um unglingadrykkju en verkefnastjóri Menningarnætur telur aðstandendur hátíðarinnar hafa brugðist við því eins vel og hægt er. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir mikilvægt að sofna ekki á verðinum gagnvart unglingadrykkju. Menningarnótt fór að mestu vel fram í gær og kveðst verkefnastjóri hátíðarinnar afar sáttur með hvernig til tókst. „Við erum rosalega ánægð með hvernig gekk, veðrið var náttúrlega frábært og það hefur bara sjaldan held ég eða aldrei verið fleiri á Menningarnótt,“ segir Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri Menningarnætur. Þó kom upp þónokkur fjöldi mála sem tengjast hópslagsmálum og unglingadrykkju. Hip hop hátíð menningarnætur fór fram á Ingólfstorgi milli klukkan sex og tíu í gærkvöldi, en viðburðurinn laðaði einkum að sér unga hátíðargesti en höfðaði síður til fjölskyldufólks. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa gert það af verkum að meginþorri lögregluliðsins sem stóð vaktina í gær hafi þurft að vera til taks á Ingólfstorgi.Flestir lögregluþjónar á Ingólfstorgi „Það voru þarna tónleikar sem löðuðu að sér mikið af ungu fólki. Það var talsvert mikið um ölvuð ungmenni, það voru á annan tug tilkynninga til lögreglu um hópslagsmál,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn. Stór hluti liðsafla lögreglunnar hafi sinnt störfum við Ingólfstorg allt kvöldið. Þá var farið með sex ósjálfbjarga ungmenni í sérstakt athvarf ástands þeirra vegna og voru þau sótt af foreldrum sínum. „Við vorum að hella niður dálítið af áfengi hjá fólki sem hafði ekki aldur til þess að vera með áfengi,“ segir Ásgeir Þór. Guðmundur Birgir telur að fátt til viðbótar hefði verið hægt að gera til að sporna við þessu. „Það sem við gerðum núna, við erum í góðu samstarfi við miðborgarathvarfið og lögreglu og eins fengum við gæslumenn til að vera þar sem að við töldum að unglingar myndu safnast saman. Þannig að þó svo að hún [unglingadrykkja] sé alltaf til staðar þá er held ég tekið á því jafnharðan og það gerist þannig að við gerum okkar besta og tökum alltaf öllum ábendingum vel til að gera betur,“ segir Guðmundur. Hann telur ekki ástæðu til að sleppa því að halda Hip Hop hátíð eða sambærilegan viðburð aftur að ári. „Það er ekki hægt að hætta með viðburði fyrir unglinga ef það eru einhverjir nokkrir sem að eru með vandamál, heldur þarf bara að halda betur utan um viðburðinn og ég tel að það hafi verið gert og öll þessi slagsmál sem komu upp voru stöðvuð jafnharðan,“ segir Guðmundur Birgir.
Menningarnótt Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira