Að semja um árangur Bjarni Benediktsson skrifar 1. ágúst 2018 08:00 Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja. Í þeirri nýjustu er Sviss í 1. sæti en á lista tíu efstu komast bæði Svíþjóð og Finnland. Ísland situr í 28. sæti. Hvaða máli skiptir samkeppnishæfni? Með ákveðinni einföldun er verið að mæla getu landa til að byggja upp góð lífskjör. Framleiðni er lykilþáttur, styður við vöxt, sem leiðir til hærri tekna og almennt til aukinnar velferðar. Þetta er því mæling á getu til að skapa gott samfélag. Hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja á Íslandi er með því hæsta í OECD og mörgum þykir gengið fullsterkt. En erum við orðin of vön því að umræða um efnahagsmál snúist nær einvörðungu um gengi gjaldmiðilsins og launaþróun ólíkra hópa innbyrðis? Það þarf ekki lítinn launakostnað eða veikan gjaldmiðil til að vera samkeppnishæf, eins og sést af stöðu Sviss. Við ættum að ræða meira um framleiðni sem er þekkt vandamál hér, enda mælumst við verst í framleiðniaukandi þáttum. Samkvæmt skýrslu WEF stöndum við okkur best allra á tveimur sviðum: Í afkomu ríkisfjármálanna og stöðugu verðlagi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Endurskipulagning ríkisfjármála, uppgjör slitabúa bankanna og hagfelldar ytri aðstæður hafa átt þátt í því að skapa stöðugleika sem er nánast óþekktur í íslenskri hagsögu. Þessi stöðugleiki er ekki sjálfsagður. Skeytasendingar og hástemmdar yfirlýsingar um róttækar aðgerðir eru ótímabærar og það er mikilvægt að það samtal sem fram undan er fari þannig fram að samhengi hlutanna sé öllum ljóst. Á vinnumarkaði stendur valið á milli þess að semja um frekari árangur – eða innantómar tölur. Við höfum góða stöðu í höndunum. Höfum saman náð miklum árangri við að bæta lífskjörin og auka kaupmátt. Frekari sókn til bættra lífskjara mun að mestu leyti ráðast af getu okkar til að auka framleiðnina og skapa ný verðmæti. Til þess er mikilvægt að á vinnumarkaði náist samstaða um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og að aðgerðir tengdar vinnumarkaði skili sér í raunverulegum kjarabótum.Höfundur er fjármálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Benediktsson Efnahagsmál Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gefur árlega út skýrslu um samkeppnishæfni ríkja. Í þeirri nýjustu er Sviss í 1. sæti en á lista tíu efstu komast bæði Svíþjóð og Finnland. Ísland situr í 28. sæti. Hvaða máli skiptir samkeppnishæfni? Með ákveðinni einföldun er verið að mæla getu landa til að byggja upp góð lífskjör. Framleiðni er lykilþáttur, styður við vöxt, sem leiðir til hærri tekna og almennt til aukinnar velferðar. Þetta er því mæling á getu til að skapa gott samfélag. Hlutfallslegur launakostnaður fyrirtækja á Íslandi er með því hæsta í OECD og mörgum þykir gengið fullsterkt. En erum við orðin of vön því að umræða um efnahagsmál snúist nær einvörðungu um gengi gjaldmiðilsins og launaþróun ólíkra hópa innbyrðis? Það þarf ekki lítinn launakostnað eða veikan gjaldmiðil til að vera samkeppnishæf, eins og sést af stöðu Sviss. Við ættum að ræða meira um framleiðni sem er þekkt vandamál hér, enda mælumst við verst í framleiðniaukandi þáttum. Samkvæmt skýrslu WEF stöndum við okkur best allra á tveimur sviðum: Í afkomu ríkisfjármálanna og stöðugu verðlagi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar. Endurskipulagning ríkisfjármála, uppgjör slitabúa bankanna og hagfelldar ytri aðstæður hafa átt þátt í því að skapa stöðugleika sem er nánast óþekktur í íslenskri hagsögu. Þessi stöðugleiki er ekki sjálfsagður. Skeytasendingar og hástemmdar yfirlýsingar um róttækar aðgerðir eru ótímabærar og það er mikilvægt að það samtal sem fram undan er fari þannig fram að samhengi hlutanna sé öllum ljóst. Á vinnumarkaði stendur valið á milli þess að semja um frekari árangur – eða innantómar tölur. Við höfum góða stöðu í höndunum. Höfum saman náð miklum árangri við að bæta lífskjörin og auka kaupmátt. Frekari sókn til bættra lífskjara mun að mestu leyti ráðast af getu okkar til að auka framleiðnina og skapa ný verðmæti. Til þess er mikilvægt að á vinnumarkaði náist samstaða um að viðhalda efnahagslegum stöðugleika og að aðgerðir tengdar vinnumarkaði skili sér í raunverulegum kjarabótum.Höfundur er fjármálaráðherra
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar