Fjallað um svik Birgittu og dóma Sigga hakkara í einkaskilaboðum Wikileaks sem láku á netið Birgir Olgeirsson skrifar 1. ágúst 2018 16:10 Birgitta er kölluð svikari en jafnframt hrósað fyrir hugrekki að hafa heimsótt Assange í sendiráðið. Dómum yfir Sigga hakkara er fagnað í skilaboðunum sem var lekið á netið. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er kölluð svikari og kynferðisbrotadómi yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, oftast kallaður Siggi Hakkari, er fagnað í einkaskilaboðum forsvarsmanna uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks sem hefur verið lekið á netið. Það var blaðamaðurinn Emma Best sem birti um ellefu þúsund einkaskilaboð af Twitter síðastliðinn sunnudag en hún heldur því fram að í skilaboðunum sé að finna níð í garð minnihlutahópa. Er um að ræða samskipti í einkaskilaboðakerfi Twitter sem fóru í gegnum Twitter-reikning Wikileaks-samtakanna. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, við sendiráðið Ekvador í London.Vísir/Getty Í skilaboðunum má sjá að sá sem ritaði í nafni Wikileaks-samtakanna, Julian Assange, virtist vera hlynntur flokki Repúblikana í Bandaríkjunum og er Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata-flokksins, lýst sem manneskju sem haldin er persónuleikatruflun og kvalalosta. Ást á Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, virðist heldur ekki vera mikil. Assange, stofnandi Wikileaks-samtakanna, dvelur enn í sendiráði Ekvador í London en þar hefur hann dvalið síðan árið 2012 eftir að hafa leitað hælis. Samkvæmt gögnunum sem var lekið og birt eru á vef Emmu Best ritaði Assange um heimsókn Birgittu Jónsdóttur í sendiráðið. Skilaboðin voru send 29. október árið 2016 en þar segir Assange Birgittu hafa heimsótt hann í sendiráðið hálfu ári áður til að semja frið. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.Vísir/Getty „Það er ekkert traust. Það er ekki hægt að treysta svikara,“ skrifar Assange um Birgittu en nefnir þó að sameiginlegir hagsmunir séu til staðar. Assange er svarað af einum Twitter-notanda sem segir að það sé gott að heyra af þessu og annar tekur undir það en bætir við: „Það var slæmt að horfa á eftir henni í gin Hollywood.“ Er þar vísað til þess að Birgitta var ráðgjafi við handritaskrif myndarinnar The Fifth Estate sem fjallar um ris Wikileaks. Aðrir hrósa hugrekki Birgittu, að heimsækja Assange, og bendir einn á að Birgitta yrði varla sú eina sem myndi falla fyrir gylliboðum Hollywood. „Vonandi lærir hún af þessu,“ er ritað. Birgitta Jónsdóttir staðfesti við fréttastofu RÚV að þessi fundur hefði átt sér stað í sendiráðinu. Sagði hún fundinn hafi verið vinsamlegan en að Assange hafi talað meira og minna um sjálfan sig. Sigurður Ingi Þórðarson.vísir/stefán Þá er fjallað um fregnir af kynferðisbrotadómi sem Sigurður Ingi Þórðarson, oftast kallaður Siggi hakkari, hlaut fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Ritar einn í einkaskilaboðum að hann fagni þeirri niðurstöðu. „Pottþétt sjúkur einstaklingur,“ ritar einn um Sigurð og tekur annar undir það. Er Wikipedia-síða Sigurðar rædd og því haldið fram að einhver sé að reyna að fegra hana. Heldur einn því fram að alríkislögregla Bandaríkjanna FBI sé að undirbúa að fá hann frjálsan úr fangelsi og betrun hans. Sigurður starfaði með Julian Assange og félögum í Wikileaks. Samvinna þeirra Assange lauk þó ekki á góðu nótunum þar sem Assange sakaði hann um að hafa dregið að sér styrktarfé, á sjöundu milljón króna, sem átti að renna til samtakanna. Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange WikiLeaks Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41 Dómurinn yfir Sigga hakkara: Bauð unglingspiltum allt að 100 milljónir, bíla og einbýlishús Sigurður Ingi Þórðarson var dæmdur fyrir brot gegn níu piltum. 25. september 2015 12:12 Birgitta fékk tíu þúsund dollara frá Dreamworks Ritstjóri DV krafði Birgittu Jónsdóttur um svör og fékk þau innan nokkurra klukkustunda. 8. apríl 2016 10:40 Siggi hakkari í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum Héraðsdómur Reykjaness hefur kveðið upp dóm yfir Sigurði Inga Þórðarsyni. 24. september 2015 21:37 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, er kölluð svikari og kynferðisbrotadómi yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, oftast kallaður Siggi Hakkari, er fagnað í einkaskilaboðum forsvarsmanna uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks sem hefur verið lekið á netið. Það var blaðamaðurinn Emma Best sem birti um ellefu þúsund einkaskilaboð af Twitter síðastliðinn sunnudag en hún heldur því fram að í skilaboðunum sé að finna níð í garð minnihlutahópa. Er um að ræða samskipti í einkaskilaboðakerfi Twitter sem fóru í gegnum Twitter-reikning Wikileaks-samtakanna. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, við sendiráðið Ekvador í London.Vísir/Getty Í skilaboðunum má sjá að sá sem ritaði í nafni Wikileaks-samtakanna, Julian Assange, virtist vera hlynntur flokki Repúblikana í Bandaríkjunum og er Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata-flokksins, lýst sem manneskju sem haldin er persónuleikatruflun og kvalalosta. Ást á Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, virðist heldur ekki vera mikil. Assange, stofnandi Wikileaks-samtakanna, dvelur enn í sendiráði Ekvador í London en þar hefur hann dvalið síðan árið 2012 eftir að hafa leitað hælis. Samkvæmt gögnunum sem var lekið og birt eru á vef Emmu Best ritaði Assange um heimsókn Birgittu Jónsdóttur í sendiráðið. Skilaboðin voru send 29. október árið 2016 en þar segir Assange Birgittu hafa heimsótt hann í sendiráðið hálfu ári áður til að semja frið. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata.Vísir/Getty „Það er ekkert traust. Það er ekki hægt að treysta svikara,“ skrifar Assange um Birgittu en nefnir þó að sameiginlegir hagsmunir séu til staðar. Assange er svarað af einum Twitter-notanda sem segir að það sé gott að heyra af þessu og annar tekur undir það en bætir við: „Það var slæmt að horfa á eftir henni í gin Hollywood.“ Er þar vísað til þess að Birgitta var ráðgjafi við handritaskrif myndarinnar The Fifth Estate sem fjallar um ris Wikileaks. Aðrir hrósa hugrekki Birgittu, að heimsækja Assange, og bendir einn á að Birgitta yrði varla sú eina sem myndi falla fyrir gylliboðum Hollywood. „Vonandi lærir hún af þessu,“ er ritað. Birgitta Jónsdóttir staðfesti við fréttastofu RÚV að þessi fundur hefði átt sér stað í sendiráðinu. Sagði hún fundinn hafi verið vinsamlegan en að Assange hafi talað meira og minna um sjálfan sig. Sigurður Ingi Þórðarson.vísir/stefán Þá er fjallað um fregnir af kynferðisbrotadómi sem Sigurður Ingi Þórðarson, oftast kallaður Siggi hakkari, hlaut fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Ritar einn í einkaskilaboðum að hann fagni þeirri niðurstöðu. „Pottþétt sjúkur einstaklingur,“ ritar einn um Sigurð og tekur annar undir það. Er Wikipedia-síða Sigurðar rædd og því haldið fram að einhver sé að reyna að fegra hana. Heldur einn því fram að alríkislögregla Bandaríkjanna FBI sé að undirbúa að fá hann frjálsan úr fangelsi og betrun hans. Sigurður starfaði með Julian Assange og félögum í Wikileaks. Samvinna þeirra Assange lauk þó ekki á góðu nótunum þar sem Assange sakaði hann um að hafa dregið að sér styrktarfé, á sjöundu milljón króna, sem átti að renna til samtakanna.
Mál Sigga hakkara Mál Julians Assange WikiLeaks Tengdar fréttir Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32 Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41 Dómurinn yfir Sigga hakkara: Bauð unglingspiltum allt að 100 milljónir, bíla og einbýlishús Sigurður Ingi Þórðarson var dæmdur fyrir brot gegn níu piltum. 25. september 2015 12:12 Birgitta fékk tíu þúsund dollara frá Dreamworks Ritstjóri DV krafði Birgittu Jónsdóttur um svör og fékk þau innan nokkurra klukkustunda. 8. apríl 2016 10:40 Siggi hakkari í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum Héraðsdómur Reykjaness hefur kveðið upp dóm yfir Sigurði Inga Þórðarsyni. 24. september 2015 21:37 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Fleiri fréttir Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt fyrir ráðgjöf. 8. desember 2013 10:32
Gagnrýnir Birgittu fyrir að þiggja laun frá DreamWorks Kristinn Hrafnsson fer mikinn í grein um WikiLeaks-myndina. 8. desember 2013 19:41
Dómurinn yfir Sigga hakkara: Bauð unglingspiltum allt að 100 milljónir, bíla og einbýlishús Sigurður Ingi Þórðarson var dæmdur fyrir brot gegn níu piltum. 25. september 2015 12:12
Birgitta fékk tíu þúsund dollara frá Dreamworks Ritstjóri DV krafði Birgittu Jónsdóttur um svör og fékk þau innan nokkurra klukkustunda. 8. apríl 2016 10:40
Siggi hakkari í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum Héraðsdómur Reykjaness hefur kveðið upp dóm yfir Sigurði Inga Þórðarsyni. 24. september 2015 21:37