Bölvuð Vegagerðin Benedikt Bóas skrifar 2. ágúst 2018 07:00 Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. En Vegagerðin er svo vonlaust apparat að það er ekkert skemmtilegt lengur. Allt sem Vegagerðin gerir er misheppnað. Það er ekkert sem þessi stofnun hefur gert undanfarin ár og ábyggilega áratug og jafnvel áratugi sem er vel heppnað. Vegagerðin er stofnun sem neitar að laga sig að nútímanum. Núna, þegar fleiri útlendingar eru á veginum og yfirleitt á fleygiferð, er allt stopp hjá Vegagerðinni. Skilti eru til dæmis enn þá öll á íslensku. „Malbik endar“ stóð á einu og mynd af bíl að fá grjót í rúðuna þegar ég keyrði um hina hættulegu vegi landsbyggðarinnar. Ég hef reynt að finna þetta alþjóðlega skilti en það bara fannst ekki. Í Vatnsdal er brúarflokkur búinn að vera að störfum, trúlega síðan fyrir stríð. Ábyggilega á tímakaupi því vinnan gengur fjandakornið ekki neitt. Það er aldrei neitt að gerast þar. Ein dauf umferðarljós og fátt um aðrar viðvaranir. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september. Og hvað er betra en að loka Þingvallavegi fyrir allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október? Það er ekki eins og Þingvellir séu nokkuð vinsælir á þessum tíma árs. Svona væri hægt að telja áfram. Réttast væri að flengja alla starfsmenn og sérstaklega yfirmenn. Þegar maður sér hvað mikið af launum manns fer í skatt, sem Vegagerðin tekur trúlega helvíti stóran hluta af, þá finnst mér að það sé góð lausn. Að allir landsmenn fengju að flengja yfirmenn í Vegagerðinni. Já, eða bara að reka alla yfirmenn. Alltént eru þeir ekki að vinna fyrir laununum sem við borgum þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Að keyra um landið er eitthvað sem ætti að vera góð skemmtun. En Vegagerðin er svo vonlaust apparat að það er ekkert skemmtilegt lengur. Allt sem Vegagerðin gerir er misheppnað. Það er ekkert sem þessi stofnun hefur gert undanfarin ár og ábyggilega áratug og jafnvel áratugi sem er vel heppnað. Vegagerðin er stofnun sem neitar að laga sig að nútímanum. Núna, þegar fleiri útlendingar eru á veginum og yfirleitt á fleygiferð, er allt stopp hjá Vegagerðinni. Skilti eru til dæmis enn þá öll á íslensku. „Malbik endar“ stóð á einu og mynd af bíl að fá grjót í rúðuna þegar ég keyrði um hina hættulegu vegi landsbyggðarinnar. Ég hef reynt að finna þetta alþjóðlega skilti en það bara fannst ekki. Í Vatnsdal er brúarflokkur búinn að vera að störfum, trúlega síðan fyrir stríð. Ábyggilega á tímakaupi því vinnan gengur fjandakornið ekki neitt. Það er aldrei neitt að gerast þar. Ein dauf umferðarljós og fátt um aðrar viðvaranir. Brúin hefur reynst í verra ástandi en búist var við og nú er áætlað að vinnan standi fram í síðari hluta september. Og hvað er betra en að loka Þingvallavegi fyrir allri umferð milli þjónustumiðstöðvarinnar og eystri gatnamótanna við Vallaveg fram í október? Það er ekki eins og Þingvellir séu nokkuð vinsælir á þessum tíma árs. Svona væri hægt að telja áfram. Réttast væri að flengja alla starfsmenn og sérstaklega yfirmenn. Þegar maður sér hvað mikið af launum manns fer í skatt, sem Vegagerðin tekur trúlega helvíti stóran hluta af, þá finnst mér að það sé góð lausn. Að allir landsmenn fengju að flengja yfirmenn í Vegagerðinni. Já, eða bara að reka alla yfirmenn. Alltént eru þeir ekki að vinna fyrir laununum sem við borgum þeim.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar