Anníe Mist þurfti aðstoð eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir og hinir keppendurnir á tólftu heimsleikunum í CrossFit eyða deginum í dag í endurheimt og þau þurfa líka á því að halda. Erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit er að baki en honum lauk með rúmlega þriggja tíma róðri í nótt. Keppendurnir fá hvíldardag í dag og þeir þurftu líka á honum að halda eftir rosalega erfiðan dag í gær. Það er eitt að klára einn maraþonróður en hvað þá að gera það eftir að hafa klárað þrjár aðrar greinar fyrr um daginn. Afleiðingar þessa sáust á Anníe Mist Þórisdóttir eftir maraþonróðurinn í nótt en hún birti myndband af sér á Insta Story á Instagram þar sem sést þegar hún þarf hjálp við að fara upp stiga eftir keppnina. Anníe Mist er þar á ferðinni ásamt Camille Leblanc-Bazinet. Anníe Mist varð í þriðja sæti í maraþonróðrinum og er í 3. sætinu samanlagt eftir fjórar greinar sem er frábær árangur hjá henni. Anníe Mist og félagar höfðu áður keppt í götuhjólreiðum, togað sig upp í hringjum og klárað þrískipta lyftingaæfingu. Anníe Mist Þórisdóttir er á sínum níundu heimsleikum í CrossFit og ætti því að geta vottað það að miðvikudaginn 1. ágúst 2018 hafi verið lengsti og erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit. Hér fyrir neðan má sjá þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Camille Leblanc-Bazinet fá hjálp til að fara upp stiga eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit. Þetta myndband segir meira en mörg orð. Nú er bara að vona að allir keppendur nái að hvíla sig vel í dag og mæti síðan klárir í greinararnar þrjár sem fara fram á morgun. CrossFit Tengdar fréttir Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00 Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01 Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11 Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30 Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00 Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45 Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00 Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja vopnahlé út um allan heim á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Anníe Mist Þórisdóttir og hinir keppendurnir á tólftu heimsleikunum í CrossFit eyða deginum í dag í endurheimt og þau þurfa líka á því að halda. Erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit er að baki en honum lauk með rúmlega þriggja tíma róðri í nótt. Keppendurnir fá hvíldardag í dag og þeir þurftu líka á honum að halda eftir rosalega erfiðan dag í gær. Það er eitt að klára einn maraþonróður en hvað þá að gera það eftir að hafa klárað þrjár aðrar greinar fyrr um daginn. Afleiðingar þessa sáust á Anníe Mist Þórisdóttir eftir maraþonróðurinn í nótt en hún birti myndband af sér á Insta Story á Instagram þar sem sést þegar hún þarf hjálp við að fara upp stiga eftir keppnina. Anníe Mist er þar á ferðinni ásamt Camille Leblanc-Bazinet. Anníe Mist varð í þriðja sæti í maraþonróðrinum og er í 3. sætinu samanlagt eftir fjórar greinar sem er frábær árangur hjá henni. Anníe Mist og félagar höfðu áður keppt í götuhjólreiðum, togað sig upp í hringjum og klárað þrískipta lyftingaæfingu. Anníe Mist Þórisdóttir er á sínum níundu heimsleikum í CrossFit og ætti því að geta vottað það að miðvikudaginn 1. ágúst 2018 hafi verið lengsti og erfiðasti dagurinn í sögu heimsleikanna í CrossFit. Hér fyrir neðan má sjá þegar Anníe Mist Þórisdóttir og Camille Leblanc-Bazinet fá hjálp til að fara upp stiga eftir erfiðasta daginn í sögu CrossFit. Þetta myndband segir meira en mörg orð. Nú er bara að vona að allir keppendur nái að hvíla sig vel í dag og mæti síðan klárir í greinararnar þrjár sem fara fram á morgun.
CrossFit Tengdar fréttir Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00 Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01 Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11 Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30 Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00 Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45 Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00 Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja vopnahlé út um allan heim á meðan Ólympíuleikarnir standa yfir Dagskráin í dag: Önnur umferð brotin til mergjar í Körfuboltakvöldi Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Sjá meira
Allar íslensku stelpurnar geta barist um eitt af toppsætunum Ísland á fimm fulltrúa á heimsleikunum í CrossFit sem hefjast í Bandaríkjunum í dag. Lokaæfing dagsins er að taka heilt maraþon í róðrarvélinni sem hljómar hrikalega að mati fyrrverandi heimsleikafara. 1. ágúst 2018 06:00
Katrín Tanja þriðja í fyrstu grein Katrín Tanja Davíðsdóttir byrjaði best af íslensku stelpunum á heimsleikunum í CrossFit en hún náði þriðja sætinu í fyrstu grein heimsleikanna sem hófust í dag í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 14:01
Björgvin Karl í 4. sæti eftir fyrstu tvær greinarnar Eftir að tveimur greinum er lokið á heimsleikunum í CrossFit situr Björgvin Karl Guðmundsson í 4. sæti í karlaflokki. Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslenskra kvenna í 6. sæti. 1. ágúst 2018 18:11
Annie Mist þriðja eftir fyrsta keppnisdag Fyrsta keppnisdegi á heimsleikunum í CrossFit lauk í nótt með lengstu keppnisgrein í sögu leikanna þar sem keppt var í maraþonróðri. 2. ágúst 2018 07:30
Eru Katrín Tanja og Sara búnar að missa af lestinni? Fyrsti dagur heimsleikanna í CrossFit er að baki en fjórða greinin var maraþonróður í nótt. Staðan er orðin erfið hjá tveimur vonarstjörnum Íslands á mótinu. 2. ágúst 2018 08:00
Níundu heimsleikarnir hjá Anníe Mist hefjast í dag Íslenska crossfit-goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir er mætt á heimsleikana í crossfit sem hefjast á svakalegum miðvikudegi í Madison í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. 1. ágúst 2018 11:45
Sara er hugrakkasti íþróttamaðurinn sem ég hef unnið með Phil Mansfield, nýr þjálfari íslensku crossfitstjörnunnar Ragnheiðar Söru Sigmundsdóttur, talar ekki vel um þær kringumstæður sem Sara hafur verið í undanfarin ár og ekki fá gömlu þjálfararnir hennar heldur góða einkunn hjá honum. 1. ágúst 2018 09:00
Katrín Tanja í 15. sæti eftir vandræði í þriðju grein Katrín Tanja Davíðsdóttir var ólík sjálfri sér þegar hún endaði í 36. sæti í þriðju grein heimsleikanna í CrossFit. 1. ágúst 2018 19:52