Heiða flúði úr félagslegri íbúð sökum myglu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. ágúst 2018 20:15 Öryrki sem fékk afhent húsnæði frá Félagsbústöðum þurfti að yfirgefa það sökum heilsumissis af völdum myglu, en hann hlaut eitrun af völdum sveppa. Hann fór í mál við Félagsbústaði sem hann tapaði í Héraðsdómi. Heiða Björk Jónsdóttir lenti á götunni árið 2012 og flakkaði á milli gistiheimila í hálft ár, eða þar til hún fékk afhent félagslegt húsnæði. Í fyrstu sá hún ekkert athugavert við íbúðina, en íbúðin var nýmáluð og leit vel út. Ekki leið á löngu þar til hún fór að taka eftir leka, sprungum og blettum á veggjum. Að hennar sögn varð hún fljótlega mjög veik og fékk ábendingar um að ástæðan gæti verið mygla á heimili. Sérfræðingar komu og tóku sýni sem staðfesti að um myglu væri að ræða. „Sérfræðingar tóku sýni og sendu inn til Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýnin,“ segir Heiða. Þá segir hún sveppina mynda eitur. Vegna stöðugra verkja fór hún til læknis þar sem tekið var sýni og í ljós kom að hún væri með eitrun í maga og vélinda af völdum sveppa.úr einkasafniHvernig fer heilsu þinni að hraka eftir að þú flytur inn í íbúðina?„Fyrst fer ég að finna fyrir þreytu. Ég hélt að það tengdist álaginu að vera á gistiheimili og í skóla. En það lagaðist ekki. Svo fór ég að finna fyrir mígreni, meltingatruflunum og fleiru. Svo hrundi ég algjörlega í mars/apríl 2015,“ segir Heiða.Hvernig er heilsa þín í dag?„Hún er ekki góð. Ég er enn að reyna að byggja mig upp,“ segir Heiða.Hvaða afleiðingar hefur þetta haft?„Ég þarf að kljást við sífell ofnæmisviðbrögð. Ég er komin með bráðaofnæmi. Mér líður alltaf eins og ég sé með flensu. Í dag er ég á 10 lyfjum. Ég var á einu lyfi þegar ég flyt á Kleppsveg, þannig þetta er búið að hafa mikil áhrif. Ég er búin að fara í aðgerðir og er enn í rannsóknum. Þetta er búið að vera skelfilegt. Ég bað um að fá það á hreint hvort ég hafi fengið eitrun. Þar sem þessir sveppir valda eitrun. Þegar ég fór í magaspeglun og eftir að sýni voru tekin úr maga og vélinda kom í ljós að ég væri með eitrun,“ segir Heiða.úr einkasafniÞegar þú tilkynnir mygluna, hvaða svör færð þú?„Það var hunsað. Læknirinn minn vildi að ég fengi annað fyrirtæki til að taka sýni einnig til að sanna stöðuna. Ég þurfti leyfi til að taka sýni en þeir gáfu mér það aldrei. Ég fékk engar útskýringar,“ segir Heiða. Heiða gafst upp á ástandinu og flutti úr íbúðinni að Kleppsvegi. Hún kaus það fremur að búa á götunni, heilsunnar vegna, en að búa í umræddri íbúð. Að sögn Heiðu hafi hún ekki geta búið þarna lengur enda orðin fárveik. Svo fór að hún yfirgaf íbúðina þar sem hún taldi húsnæðið spilla heilsu sinni. Því næst ákvað hún að leita réttar síns og höfðaði mál gegn Félagsbústöðum. Málinu tapaði hún í Héraðsdómi.Ætlar þú að áfrýja?„Nei eins og staðan er núna þá hef ég ekki efni á því,“ segir Heiða. Hún segir slíkt ástand húsnæðis ekki einsdæmi. En að hennar sögn viti hún um fleiri dæmi þess. Fólk þori hins vegar ekki að stíga fram af ótta við að vera hent úr húsnæðinu.úr einkasafniLengri útgáfu af viðtalinu við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Öryrki sem fékk afhent húsnæði frá Félagsbústöðum þurfti að yfirgefa það sökum heilsumissis af völdum myglu, en hann hlaut eitrun af völdum sveppa. Hann fór í mál við Félagsbústaði sem hann tapaði í Héraðsdómi. Heiða Björk Jónsdóttir lenti á götunni árið 2012 og flakkaði á milli gistiheimila í hálft ár, eða þar til hún fékk afhent félagslegt húsnæði. Í fyrstu sá hún ekkert athugavert við íbúðina, en íbúðin var nýmáluð og leit vel út. Ekki leið á löngu þar til hún fór að taka eftir leka, sprungum og blettum á veggjum. Að hennar sögn varð hún fljótlega mjög veik og fékk ábendingar um að ástæðan gæti verið mygla á heimili. Sérfræðingar komu og tóku sýni sem staðfesti að um myglu væri að ræða. „Sérfræðingar tóku sýni og sendu inn til Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýnin,“ segir Heiða. Þá segir hún sveppina mynda eitur. Vegna stöðugra verkja fór hún til læknis þar sem tekið var sýni og í ljós kom að hún væri með eitrun í maga og vélinda af völdum sveppa.úr einkasafniHvernig fer heilsu þinni að hraka eftir að þú flytur inn í íbúðina?„Fyrst fer ég að finna fyrir þreytu. Ég hélt að það tengdist álaginu að vera á gistiheimili og í skóla. En það lagaðist ekki. Svo fór ég að finna fyrir mígreni, meltingatruflunum og fleiru. Svo hrundi ég algjörlega í mars/apríl 2015,“ segir Heiða.Hvernig er heilsa þín í dag?„Hún er ekki góð. Ég er enn að reyna að byggja mig upp,“ segir Heiða.Hvaða afleiðingar hefur þetta haft?„Ég þarf að kljást við sífell ofnæmisviðbrögð. Ég er komin með bráðaofnæmi. Mér líður alltaf eins og ég sé með flensu. Í dag er ég á 10 lyfjum. Ég var á einu lyfi þegar ég flyt á Kleppsveg, þannig þetta er búið að hafa mikil áhrif. Ég er búin að fara í aðgerðir og er enn í rannsóknum. Þetta er búið að vera skelfilegt. Ég bað um að fá það á hreint hvort ég hafi fengið eitrun. Þar sem þessir sveppir valda eitrun. Þegar ég fór í magaspeglun og eftir að sýni voru tekin úr maga og vélinda kom í ljós að ég væri með eitrun,“ segir Heiða.úr einkasafniÞegar þú tilkynnir mygluna, hvaða svör færð þú?„Það var hunsað. Læknirinn minn vildi að ég fengi annað fyrirtæki til að taka sýni einnig til að sanna stöðuna. Ég þurfti leyfi til að taka sýni en þeir gáfu mér það aldrei. Ég fékk engar útskýringar,“ segir Heiða. Heiða gafst upp á ástandinu og flutti úr íbúðinni að Kleppsvegi. Hún kaus það fremur að búa á götunni, heilsunnar vegna, en að búa í umræddri íbúð. Að sögn Heiðu hafi hún ekki geta búið þarna lengur enda orðin fárveik. Svo fór að hún yfirgaf íbúðina þar sem hún taldi húsnæðið spilla heilsu sinni. Því næst ákvað hún að leita réttar síns og höfðaði mál gegn Félagsbústöðum. Málinu tapaði hún í Héraðsdómi.Ætlar þú að áfrýja?„Nei eins og staðan er núna þá hef ég ekki efni á því,“ segir Heiða. Hún segir slíkt ástand húsnæðis ekki einsdæmi. En að hennar sögn viti hún um fleiri dæmi þess. Fólk þori hins vegar ekki að stíga fram af ótta við að vera hent úr húsnæðinu.úr einkasafniLengri útgáfu af viðtalinu við Heiðu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Fleiri fréttir Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sjá meira
Segist hafa fengið myglaða félagslega íbúð frá borginni Einstæð móðir í Grafarvogi býr í félagslegu húsnæði sem lekur vegna myglu. Heni standa engin önnur félagsleg úrræði til boða en að búa þar. 1. ágúst 2018 20:15