Ætlar að halda sér réttu megin í lífinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 4. ágúst 2018 09:00 Björgvin Stefánsson, KR, Vísir/Sigtryggur Ari Ég vakna ekki allt í einu og er í toppstandi. Núna tekur við enn meiri vinna og það er enginn sem er að fara að gera þetta fyrir mig. Ég þarf að sjá til þess að ég sé réttu megin í lífinu og í jafnvægi. Þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í á hverjum degi og það hjálpar til að hafa þetta góða fólk í KR í kringum mig. Þó svo að ég sé ekki að gera þetta fyrir neinn annan en sjálfan mig þá vill maður samt ekki bregðast þeim sem hafa gert svona margt fyrir mann,“ segir Björgvin Stefánsson, leikmaður KR í knattspyrnu. Björgvin var ekki í leikmannahópnum gegn Val í byrjun júlí og var þá ákveðið að tala um agabann. Síðar gaf KR út yfirlýsingu þar sem kom fram að Björgvin hefði ákveðið að leita sér aðstoðar sérfræðinga vegna misnotkunar á róandi lyfjum. Einnig sagði í yfirlýsingunni að KR mundi aðstoða Björgvin í einu og öllu við að ná bata. „Ég veit að það var ekki sjálfgefið hjá KR og ég var ekki endilega að búast við því en það var mikill léttir og ég er þakklátur þeim að standa við bakið á mér – það sýnir hvernig fólk þessi klúbbur hefur að geyma, hvað þetta eru miklir toppmenn og góðir menn í kringum klúbbinn,“ segir hann.Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, er snúinn aftur á völlinn. Hann bendir á að nú taki við vinna utan vallar líka.Vísir/Sigtryggur AriÞegar hann þrumaði boltanum í netið gegn Grindavík þreif hann um merki KR á brjóstinu og hljóp til stuðningsmanna. Algjörlega ósvikin gleði og hélt hann fast og lengi í KR-merkið. Stúkan tók undir og fagnaði með. „Ég fann fyrir því og finn fyrir miklum stuðningi. Maður er hálf klökkur eiginlega og þetta er svo langt frá því að vera sjálfgefið. Þegar maður gerir mistök þá líður manni illa og maður vill gera allt til að bæta fyrir það. Það var frábært að gera það með markinu og ég mun reyna að halda því áfram. Þetta hvetur mann áfram til að standa sig og reyna að gefa til baka.“ Mark Björgvins kom eftir frábæran sprett Óskars Arnar Haukssonar, sem er fyrirliði KR. Björgvin fór á nærstöngina og þrumaði fast fram hjá markverði Grindavíkur. Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR, teiknaði markið upp í huga Björgvins rétt áður en hann fór inn á völlinn. „Óskar matreiddi þetta fyrir mig og ég þurfti ekki að gera mikið. Bjarni var nýbúinn að hamra á því að ég ætti að hlaupa á nærstöngina. Hann sagði við mig að sama hvað, ég ætti að fara á nærstöngina og það borgaði sig.“ Eftir leikinn gegn Val sló Óskar á þráðinn til Björgvins og áttu þeir gott spjall sem Björgvin er þakklátur fyrir. „Hann heyrði í mér og sagði að hann og allir strákarnir stæðu með mér. Það skipti þá engu máli hvað hefði komið upp á og þeir myndu styðja við bakið á mér, sama hvað. Við áttum gott spjall og mér leið vel eftir það samtal. Nánast allir strákarnir heyrðu svo í mér og og það er mikil samstaða innan félagsins og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa þá sem liðsfélaga.“Björgvin Stefánsson, KR,Vísir/Sigtryggur AriHann segir að það sé sterkt bræðralag í klefa KR-liðsins. „Ég man þegar ég kom hingað fyrst, þá hélt ég að ég yrði lengur að komast inn í hópinn og yrði lengur að aðlagast en frá degi eitt þá var mér vel tekið. Það er sterkt bræðralag í klefanum og allir að róa í sömu átt og menn eru tilbúnir að gera margt hver fyrir annan. Ég held að þetta sé meðal annars ástæða þess að KR er rótgróið stórveldi og risaklúbbur á þessu landi og hefur verið alla tíð. Það er vegna fólksins í kringum félagið. Um leið og maður kemur hingað þá er þetta eins og ein stór fjölskylda – allt frá stjórninni og til stuðningsmannanna.“ Leikurinn gegn Grindavík var fyrsti leikur Björgvins eftir að hann reimaði á sig takkaskóna eftir að hann sneri til baka. Hann var ekki mikið að búast við að fá mínútur en kallið kom frá Rúnari Kristinssyni að hita upp og gera sig kláran. „Það var einstaklega ljúft að koma inn á og ég var ekkert endilega að búast við því enda fyrsti leikurinn minn í hóp frá því ég sneri aftur. Það sýnir hvað KR hefur mikla trú á mér og það var frábært að geta hjálpað liðinu um leið með markinu. Ég fór í burtu skömmu eftir Valsleikinn til að taka á mínum vandamálum. Svo tók ég nokkrar æfingar fyrir þennan leik. Rúnar var búinn að segja við mig að ef ég er í andlegu jafnvægi þá sé ég með liðinu. Þar ætla ég mér að vera.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bara eitt líf að spila úr Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
Ég vakna ekki allt í einu og er í toppstandi. Núna tekur við enn meiri vinna og það er enginn sem er að fara að gera þetta fyrir mig. Ég þarf að sjá til þess að ég sé réttu megin í lífinu og í jafnvægi. Þetta er eitthvað sem ég þarf að vinna í á hverjum degi og það hjálpar til að hafa þetta góða fólk í KR í kringum mig. Þó svo að ég sé ekki að gera þetta fyrir neinn annan en sjálfan mig þá vill maður samt ekki bregðast þeim sem hafa gert svona margt fyrir mann,“ segir Björgvin Stefánsson, leikmaður KR í knattspyrnu. Björgvin var ekki í leikmannahópnum gegn Val í byrjun júlí og var þá ákveðið að tala um agabann. Síðar gaf KR út yfirlýsingu þar sem kom fram að Björgvin hefði ákveðið að leita sér aðstoðar sérfræðinga vegna misnotkunar á róandi lyfjum. Einnig sagði í yfirlýsingunni að KR mundi aðstoða Björgvin í einu og öllu við að ná bata. „Ég veit að það var ekki sjálfgefið hjá KR og ég var ekki endilega að búast við því en það var mikill léttir og ég er þakklátur þeim að standa við bakið á mér – það sýnir hvernig fólk þessi klúbbur hefur að geyma, hvað þetta eru miklir toppmenn og góðir menn í kringum klúbbinn,“ segir hann.Björgvin Stefánsson, leikmaður KR, er snúinn aftur á völlinn. Hann bendir á að nú taki við vinna utan vallar líka.Vísir/Sigtryggur AriÞegar hann þrumaði boltanum í netið gegn Grindavík þreif hann um merki KR á brjóstinu og hljóp til stuðningsmanna. Algjörlega ósvikin gleði og hélt hann fast og lengi í KR-merkið. Stúkan tók undir og fagnaði með. „Ég fann fyrir því og finn fyrir miklum stuðningi. Maður er hálf klökkur eiginlega og þetta er svo langt frá því að vera sjálfgefið. Þegar maður gerir mistök þá líður manni illa og maður vill gera allt til að bæta fyrir það. Það var frábært að gera það með markinu og ég mun reyna að halda því áfram. Þetta hvetur mann áfram til að standa sig og reyna að gefa til baka.“ Mark Björgvins kom eftir frábæran sprett Óskars Arnar Haukssonar, sem er fyrirliði KR. Björgvin fór á nærstöngina og þrumaði fast fram hjá markverði Grindavíkur. Bjarni Guðjónsson, aðstoðarþjálfari KR, teiknaði markið upp í huga Björgvins rétt áður en hann fór inn á völlinn. „Óskar matreiddi þetta fyrir mig og ég þurfti ekki að gera mikið. Bjarni var nýbúinn að hamra á því að ég ætti að hlaupa á nærstöngina. Hann sagði við mig að sama hvað, ég ætti að fara á nærstöngina og það borgaði sig.“ Eftir leikinn gegn Val sló Óskar á þráðinn til Björgvins og áttu þeir gott spjall sem Björgvin er þakklátur fyrir. „Hann heyrði í mér og sagði að hann og allir strákarnir stæðu með mér. Það skipti þá engu máli hvað hefði komið upp á og þeir myndu styðja við bakið á mér, sama hvað. Við áttum gott spjall og mér leið vel eftir það samtal. Nánast allir strákarnir heyrðu svo í mér og og það er mikil samstaða innan félagsins og ég er mjög þakklátur fyrir að hafa þá sem liðsfélaga.“Björgvin Stefánsson, KR,Vísir/Sigtryggur AriHann segir að það sé sterkt bræðralag í klefa KR-liðsins. „Ég man þegar ég kom hingað fyrst, þá hélt ég að ég yrði lengur að komast inn í hópinn og yrði lengur að aðlagast en frá degi eitt þá var mér vel tekið. Það er sterkt bræðralag í klefanum og allir að róa í sömu átt og menn eru tilbúnir að gera margt hver fyrir annan. Ég held að þetta sé meðal annars ástæða þess að KR er rótgróið stórveldi og risaklúbbur á þessu landi og hefur verið alla tíð. Það er vegna fólksins í kringum félagið. Um leið og maður kemur hingað þá er þetta eins og ein stór fjölskylda – allt frá stjórninni og til stuðningsmannanna.“ Leikurinn gegn Grindavík var fyrsti leikur Björgvins eftir að hann reimaði á sig takkaskóna eftir að hann sneri til baka. Hann var ekki mikið að búast við að fá mínútur en kallið kom frá Rúnari Kristinssyni að hita upp og gera sig kláran. „Það var einstaklega ljúft að koma inn á og ég var ekkert endilega að búast við því enda fyrsti leikurinn minn í hóp frá því ég sneri aftur. Það sýnir hvað KR hefur mikla trú á mér og það var frábært að geta hjálpað liðinu um leið með markinu. Ég fór í burtu skömmu eftir Valsleikinn til að taka á mínum vandamálum. Svo tók ég nokkrar æfingar fyrir þennan leik. Rúnar var búinn að segja við mig að ef ég er í andlegu jafnvægi þá sé ég með liðinu. Þar ætla ég mér að vera.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bara eitt líf að spila úr Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. 4. ágúst 2018 09:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
Bara eitt líf að spila úr Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks karla í KR, segir félagið munu aðstoða Björgvin Stefánsson í einu og öllu við að ná bata. 4. ágúst 2018 09:00