Nær Cody Garbrandt að endurheimta beltið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. ágúst 2018 17:00 Dillashaw fagnar í fyrri bardaga þeirra. Vísir/Getty UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sjá meira
UFC 227 fer fram í kvöld þar sem tveir titilbardagar verða á dagskrá. Besti bardagamaður heims fer í enn eina titilvörnina og fyrrum meistari reynir að endurheimta tapað belti. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir T.J. Dillashaw og Cody Garbrandt. Um endurat (e. rematch) er að ræða en þeir mættust í nóvember í fyrra. Þá var Garbrandt meistari en Dillashaw varð aftur bantamvigtarmeistari eftir rothögg í 2. lotu eins og má sjá hér. Fyrir akkúrat níu mánuðum síðan var Cody Garbrandt á leið í sína fyrstu titilvörn. Titilvörnin fór ekki eins og vonir stóðu til og fær hann nú annað tækifæri til að endurheimta beltið. Óhætt er að segja að sagan sé ekki með Garbrandt. Þegar fyrrum meistari fær strax annað tækifæri gegn ríkjandi meistara (án þess að hvorugur berjist við aðra andstæðinga) hefur fyrrum meistarinn alltaf tapað síðan 2004. Randy Couture tapaði léttþungavigtarbeltinu sínu til Vitor Belfort í janúar 2004. Hann fékk þó tækifæri á að endurheimta beltið nokkrum mánuðum síðar og sigraði þá Belfort. Síðan þá hafa fimm fyrrum meistarar reynt hið sama en alltaf mistekist. Nú síðast sáum við Joanna Jedrzejczyk reyna að endurheimta beltið af Rose Namajunas en eins og svo oft áður hélt meistarinn titlinum. Garbrandt er því ekki með söguna með sér og gæti verið kominn í leiðinlega stöðu tapi hann í kvöld. Það yrði hans annað tap gegn ríkjandi meistara og yrði það því ansi ólíklegt að Garbrandt fengi aftur séns á beltinu á meðan Dillashaw er meistari. Það er því ansi mikið undir fyrir Garbrandt. Garbrandt á þó góðan séns í kvöld enda var hann ekki langt frá því að rota Dillashaw í fyrra. Bardaginn verður væntanlega gríðarlega jafn eins og fyrri bardaginn og gætu smá mistök reynst ansi dýrkeypt. Eins og áður segir mun besti bardagamaður heims, Demetrious Johnson, berjast í kvöld. Hann mætir Henry Cejudo en sá bardagi er einnig endurat. Fyrri bardagi þeirra var ekki eins jafn eins og viðureign Dillashaw og Garbrandt. Johnson kláraði Cejudo með höggum eftir tæpar þrjár mínútur í fyrstu lotu og spurning hvort Cejudo geti staðið betur í honum í þetta sinn. Cejudo tók gull á Ólympíuleikunum 2008 í frjálsri glímu og ætlar sér nú að taka gullið í fluguvigt UFC. UFC 227 fer fram í kvöld í Los Angeles en bein útsending hefst kl. 2 í nótt á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sjá meira