Virða lokanir lögreglu að vettugi og ganga inn á brúna yfir Eldvatn Jóhann K. Jóhannsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 5. ágúst 2018 11:01 Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Vísir/Jóhann K/Einar Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar. Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Það eru mikil átök undir brúnni yfir Eldvatn en sérfræðingar telja að hlaupið hafi þar náð hámarki um áttaleytið í morgun. Rennslið er raunar enn í hámarki og verður það áfram næstu klukkustundirnar. Vöxtur er mikill og er áin farin að krafsa í brúarendann sem laskaðist í hlaupinu árið 2015. Fólk hefur ekki virt lokanir lögreglu og gengur inn á brúna þrátt fyrir að hún sé ekki örugg. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður okkar og Einar Árnason, tökumaður okkar, eru staddir á svæðinu og halda áfram að greina frá þróun mála og ástandi brúarinnar í máli og myndum. Eindregið hefur verið varað við því að vera á ferð á þessum slóðum vegna losunar eitraðra gastegunda úr hlaupvatninu auk þess sem stór ísflykki geta brotnað úr jökulsporðinum. Fregnir hafa borist um sterka brennisteinslykt vestan Skaftár og allt vestur fyrir jökul. Jóhann og Einar hafa fundið fyrir gaslyktinni og einnig fundið fyrir smá sviða í augum. Brúin laskaðist í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015.vísir/Jóhann K/ Einar Að sögn Jóhanns er ekki útséð með tjón á brúnni á meðan hamurinn í ánni er enn í hámarki. Eins og kom fram í fréttum okkar í gær komust sérfræðingar að því, eftir að hafa flogið yfir Skaftárjökul, að það hafði hlaupið úr báðum kötlum hans, sem hefur aldrei gerst áður. Sérfræðingar telja að það sé ástæðan fyrir óvenjulegum hreyfingum. Í gær fór Þorsteinn Þorsteinsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands, í tveggja tíma útsýnisferð yfir jökulinn og ána þegar hann komst að því að vestari ketillinn væri einnig byrjaður að síga. Flæðir yfir tún bænda „Veðrið á staðnum er allt öðruvísi en í gær þegar það var blankalogn og sól en hér er núna hvassviðri og gengur á með rigningu. Við ókum um svæðið og sáum að það hefur flætt töluvert yfir tún bænda hér í nágrenninu þannig að það er ljóst það er töluvert tjón orðið af þessu öðru stærsta Skaftárhlaupi frá upphafi,“ segir Jóhann K. Jóhansson sem greinir frá því sem fyrir augu bar.
Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53 Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45 Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52 Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Fleiri fréttir Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Sjá meira
Skaftá heldur áfram að vaxa Mælar Veðurstofunnar benda til þess að enn sé að bæta í hlaupið úr Skaftárjökli. 3. ágúst 2018 23:53
Rennsli mælist nokkuð stöðugt Tilkynningar hafa borist frá Kirkjubæjarklaustri og nágrenni um brennisteinslykt en ekki er talið að gasmengun skapi hættu við þjóðveg. 4. ágúst 2018 14:45
Báðir katlarnir að tæma sig samtímis í fyrsta sinn Báðir Skaftárkatlar eru nú að tæma sig og má því gera ráð fyrir að vatn í Skaftá muni hækka enn frekar á næstu klukkustundum. Þetta ku vera í fyrsta sinn sem hleypur bæði úr Vestari og Eystri-Skaftárkatli samtímis frá því að byrjað var að fylgjast með hlaupum. 4. ágúst 2018 19:52
Rennsli eykst hratt í Skaftá Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. 3. ágúst 2018 14:28
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent