Katrín Tanja Davíðsdóttir og Annie Mist Þórisdóttir halda þriðja og fjórða sætinu eftir fyrstu grein dagsins á heimsleikunum í CrossFit en Björgvin Karl Guðmundsson féll niður um eitt sæti.
Katrín Tanja leiddi vel og lengi í fyrstu grein dagsins en alveg undir lokin dró af henni og endaði hún í þriðja sæti. Hún heldur þó fjórða sætinu á heildarlistanum.
Annie endaði í þrettánda sætinu en heldur fjórða sætinu á heildarlistanum. Það munar nú tæplega hundrað stigum á íslensku stelpunum en fyrir daginn voru það um 50 stig.
Oddrún Eik Gylfadóttir er í 25. sæti en hún byrjaði daginn í 23. sæti. Oddrún kláraði níunda í sínum riðli eftir að hafa verið nokkur framarlega fyrstu þrjá hringina.
Björgvin Karl Guðmundsson var fimmti í sínum riðli er síðasti hringurinn var eftir en þá gaf okkar maður eftir og endaði utan topp tíu. Þar fóru mikilvæg stig í súginn en Björgvin er í sjötta sætinu.
Síðustu tvær greinarnar fara fram í dag og kvöld en Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast með gangi mála allt til loka. Beina textalýsingu má nálgast hér en hún hefst aftur klukkan 19 í kvöld.
Katrín og Annie halda sínum sætum en Björgvin niður um eitt

Tengdar fréttir

Ragnheiður Sara þurfti að hætta vegna meiðsla: „Brákað eða marið rifbein vegna álags“
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir þurfti að hætta keppni á heimsleikunum í Crossfit vegna meiðsla. Heimsleikarnir fara fram í tólfta skipti en grátlegt fyrir Söru.

Í beinni: Íslendingar keppa á heimsleikunum í CrossFit - Dagur 4
Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld.

Annie barðist við hjartsláttartruflanir í gær
Annie Mist Þórisdóttir er í fjórða sæti fyrir síðasta daginn á heimsleikunum í Crossfit en dagurinn í gær var henni erfiður.

Katrín Tanja í fjórða sæti en Anníe og Björgvin Karl í fimmta
Katrín Tanja Davíðsdóttir er efst íslensku keppendanna á heimsleikunum í Crossfit sem fara fram í tólfta skipti. Keppt er í Madison í Bandaríkjunum.