Tvö kynferðisbrotamál til rannsóknar hjá lögreglu í Vestmannaeyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2018 14:49 Úr Herjólfsdal um helgina. Mynd/Óskar P Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tvö mál til rannsóknar þar sem grunur er um kynferðisbrot. Bæði málin komu upp í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en síðasta kvöld Þjóðhátíðar var í gær. Þá leitaði þriðja konan aðstoðar lögreglu vegna kynferðisbrots sem hún varð fyrir á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Hyggst konan leggja fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag voru fjórar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um alvarlegustu árásina um kvöldmatarleytið í gær en árásin átti sér stað aðfararnótt sunnudags. Var þolandinn fluttur til Reykjavíkur vegna innvortis meiðsla. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að árásarþoli vildi ekki segja til árásarmannsins en eftirgrennslan leiddi til þess að árásarmaðurinn fannst og var færður til skýrslutöku þar sem hann játaði sök. Í öðru máli veittist maður að kærustu sinni með höggum og spörkum. Hans var leitað en fannst ekki. Hinar líkamsárásirnar voru minniháttar og eru til rannsóknar. Þá gisti einn fangageymslu eftir nóttina vegna ölvunar og óspekta í Herjólfsdal. Sextán umferðarlagabrot voru einnig kærð um helgina. „Samráðsfundi með viðbragðsaðilum á þjóðhátíð 2018 var að ljúka og talið er að gestir hafi verið 14.000 til 15.000 talsins. Það var samdóma álit viðbragðsaðila að þrátt fyrir nokkurn vind á síðasta degi hafi gengið vel að aðstoða gesti og almennt hafi skipulag gengið vel,“ segir jafnframt í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09 Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur tvö mál til rannsóknar þar sem grunur er um kynferðisbrot. Bæði málin komu upp í nótt, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, en síðasta kvöld Þjóðhátíðar var í gær. Þá leitaði þriðja konan aðstoðar lögreglu vegna kynferðisbrots sem hún varð fyrir á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Hyggst konan leggja fram kæru hjá lögreglunni í Reykjavík. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag voru fjórar líkamsárásir tilkynntar til lögreglu í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um alvarlegustu árásina um kvöldmatarleytið í gær en árásin átti sér stað aðfararnótt sunnudags. Var þolandinn fluttur til Reykjavíkur vegna innvortis meiðsla. Í tilkynningu lögreglu kemur fram að árásarþoli vildi ekki segja til árásarmannsins en eftirgrennslan leiddi til þess að árásarmaðurinn fannst og var færður til skýrslutöku þar sem hann játaði sök. Í öðru máli veittist maður að kærustu sinni með höggum og spörkum. Hans var leitað en fannst ekki. Hinar líkamsárásirnar voru minniháttar og eru til rannsóknar. Þá gisti einn fangageymslu eftir nóttina vegna ölvunar og óspekta í Herjólfsdal. Sextán umferðarlagabrot voru einnig kærð um helgina. „Samráðsfundi með viðbragðsaðilum á þjóðhátíð 2018 var að ljúka og talið er að gestir hafi verið 14.000 til 15.000 talsins. Það var samdóma álit viðbragðsaðila að þrátt fyrir nokkurn vind á síðasta degi hafi gengið vel að aðstoða gesti og almennt hafi skipulag gengið vel,“ segir jafnframt í tilkynningu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09 Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Einn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlega líkamsárás í Eyjum Tilkynnt var um alvarlega líkamsárás til lögreglunnar í Vestmannaeyjum um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. 6. ágúst 2018 10:09
Þrjú fíkniefnamál og einn í fangageymslu í Eyjum Nóttin gekk vel fyrir sig miðað við veður og fjölda fólks á svæðinu, að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum. 6. ágúst 2018 08:00