Norska dýraheilbrigðisstofnunin hefur gefið það út að innflutningur á heyi frá Íslandi teljist öruggur komi heyið frá svæðum þar sem riða og garnaveiki hafa ekki greinst á síðustu tíu árum.
Gríðarlegir þurrkar í Noregi hafa víða leitt heyskorts. Matvælastofnun hefur verið í viðræðum við systurstofnun sína í Noregi varðandi þær kröfur sem íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til útflutningsins.
Þeir sem flytja hey til Noregs þurfa að fá vottorð frá Matvælastofnun.
