Sænska leiðin farin á ný Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2018 10:30 Erik Hamrén. Vísir/Getty Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Líkt og síðast þegar íslenska karlalandsliðið vantaði nýjan þjálfara leitaði KSÍ til fyrrverandi þjálfara sænska landsliðsins. Lars Lagerbäck var ráðinn síðla árs 2011 og nú sjö árum síðar verður maðurinn sem tók við sænska landsliðinu af honum, Erik Hamrén, næsti landsliðsþjálfari Íslands. Tilkynnt verður um ráðningu hans á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Hamrén stýrði sænska landsliðinu á árunum 2009-16. Hann kom Svíþjóð á EM 2012 og 2016 en ekki á HM 2014. Hamrén stýrði Svíum í 83 leikjum; 45 þeirra unnust, 16 enduðu með jafntefli og 22 töpuðust. Marcus Christenson, fótboltaritstjóri The Guardian, er frá Svíþjóð og hefur fylgst vel með sænska landsliðinu undanfarin ár. Hann segir að Hamrén hafi staðið sig sæmilega í starfi landsliðsþjálfara. „Hann gerði þokkalega hluti. Hann var ekki frábær en heldur ekki slæmur. Ef ég ætti að gefa honum einkunn á skalanum 1-10 fengi hann sex. En nýi landsliðsþjálfarinn [Janne Andersson] hefur sýnt að það var hægt að gera meira með liðið og vera jákvæðari,“ sagði Christenson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hamrén byggði sænska liðið í kringum Zlatan Ibrahimovic. Framherjinn sjálfsöruggi skoraði haug af mörkum fyrir Svía undir stjórn Hamrén og var allt í öllu í leik sænska liðsins.Zlatan Ibrahimovic.Vísir/GettyZlatan og hinir tíu „Tilfinningin í Svíþjóð er að Zlatan hafi stjórnað öllu og gert nokkurn veginn það sem honum sýndist. En hann gerði allt í liðinu og kom því á EM 2016 nánast upp á sitt eindæmi. Það er erfitt að segja hvort önnur nálgun hefði verið betri. Svíum fannst Hamrén kannski full linur við Zlatan og að sænska liðið hafi ekki verið alvöru lið heldur Zlatan og tíu aðrir leikmenn,“ sagði Christenson. Þótt Svíar hafi komist á EM 2012 og 2016 gerðu þeir lítið þegar á hólminn var komið og féllu út í riðlakeppninni í bæði skiptin. Frammistaðan á EM 2016 olli miklum vonbrigðum en Svíþjóð fékk aðeins eitt stig og skoraði eitt mark í leikjunum þremur í riðlakeppninni. Á meðan Hamrén var landsliðsþjálfari var samband hans við sænsku pressuna stirt og þá sérstaklega undir lokin. „Sambandið var fínt í byrjun en versnaði svo eftir því sem leið á,“ sagði Christenson. „Liðið var gagnrýnt og hætti að vera opið í samskiptum við fjölmiðla eins og það hafði verið.“ Christenson segir að Andersson, núverandi þjálfari sænska landsliðsins, sé mun vinsælli meðal almennings í Svíþjóð en Hamrén sem komi illa út úr þeim samanburði.Janne Andersson.Vísir/GettyEkki jafn vinsæll og Andersson „Það er frekar hægt að tala um tómlæti en að hann hafi verið sérstaklega óvinsæll. Hann var samt ekki nálægt því jafn dáður og Andersson er núna. Hamrén hafði ekki úrslitin með sér og það var ekki jafn auðvelt að hrífast af honum og Andersson,“ sagði Christenson en Svíar komust í 8-liða úrslit á HM í sumar. Christenson segir að Hamrén sé nokkuð frábrugðinn Lars Lagerbäck sem þjálfari. Hann aðhyllist annan leikstíl og aðra hugmyndafræði og sé jafnvel sveigjanlegri en Lars. „Lagerbäck er kerfisbundinn og taktískur. Hamrén vill að liðin sín spili opnari og frjálsari bolta. Hann lagar sig að andstæðingunum á meðan Lagerbäck hélt sig alltaf við sama leikstílinn, hvort sem það var á móti Lúxemborg eða Frakklandi. Hamrén er kannski sveigjanlegri, en Lagerbäck leggur meiri áherslu á liðsheildina,“ sagði Christenson að lokum.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki