Sveitarfélög misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2018 19:00 Ástæða er til að taka upp umræðu um afhendingaröryggi á landsvísu í kjölfar rafmagnsleysisins í Hveragerði en sveitarfélög eru misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma. Upplýsingafulltrúi Samorku segir aðstæðurnar í Hveragerði í gær sýna hversu háð rafmagni mannfólkið er. Langvarandi rafmagnsleysi eins og varð í Hveragerði í gær og fram á nótt hefur vakið upp spurningar um hvernig önnur sveitarfélög eru í stakk búin að takast á við slíkt ástand en í mörgum bæjarfélögum er viðkvæm þjónusta algjörlega háð rafmagni. Upplýsingafulltrúi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir rafmagnsleysið ástæðu til þess að málið sé tekið til umræðu. „Þessi bilun í Hveragerði er staðbundin bilun í dreifiveitu. Almennt séð sitja sveitarfélögin á landinu við sama borð þegar kemur að svona bilun,“ segir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Lovísa segir að bæjar- og sveitarfélög leggi allt sitt traust á flutnings- og dreifikerfið og að sem betur fer sé svona alvarleg bilun fátíð. „Fyrirtæki eru með mjög misviðkvæma starfsemi innan sveitarfélaganna þannig að þetta er kannski gott tækifæri fyrir þau að huga að hvort þau vilji hafa varaafl eins og heilsugæslan og fleira. Langvarandi rafmagnsleysi getur komi illa niður á viðkvæmri starfsemi sér í lagi ef það er langt í þjónustu annars staðar. „Þetta er misvel í pottinn búið á landinu eins og við vitum og þetta gefur tilefni til að ræða þau mál mjög vel,“ segir Lovísa. Lovísa segir að rafmagnsöryggi sé heilt yfir mjög gott á Íslandi samanborið við önnur lönd en að alltaf sé ástæða til þess að ræða rafmagnsöryggi. Lovísa telur ástæðu til þess að kanna hvort ástæða sé til þess að þétta net varaaflstöðva hringinn í kringum landið, líkt og þær sem fengnar voru til Hveragerðis í nótt. „Svona bilanir geta alltaf komið upp, en sem betur fer gerist það mjög sjaldan en það má alltaf ræða það hvort það þurfi að byggja upp betra net. Við búum við mjög gott rafmagnsöryggi hér á landi í samanburði við önnur lönd en þetta gefur tilefni til þess að ræða, hvað ef?“ segir Lovísa. Rafmagnsleysið í Hveragerði í nótt sýndi svart á hvítu hvers háð rafmagni mannfólkið er. „Algjörlega, það er miðlægt í allri okkar grunnþjónustu og við gerum voðalega lítið án rafmagns og þá sjaldan að það gerist að við missum rafmagnið að þá finnum við fyrst fyrir því,“ segir Lovísa. Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Ástæða er til að taka upp umræðu um afhendingaröryggi á landsvísu í kjölfar rafmagnsleysisins í Hveragerði en sveitarfélög eru misvel í stakk búinn til þess að bregðast við fari rafmagn af í langan tíma. Upplýsingafulltrúi Samorku segir aðstæðurnar í Hveragerði í gær sýna hversu háð rafmagni mannfólkið er. Langvarandi rafmagnsleysi eins og varð í Hveragerði í gær og fram á nótt hefur vakið upp spurningar um hvernig önnur sveitarfélög eru í stakk búin að takast á við slíkt ástand en í mörgum bæjarfélögum er viðkvæm þjónusta algjörlega háð rafmagni. Upplýsingafulltrúi Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi segir rafmagnsleysið ástæðu til þess að málið sé tekið til umræðu. „Þessi bilun í Hveragerði er staðbundin bilun í dreifiveitu. Almennt séð sitja sveitarfélögin á landinu við sama borð þegar kemur að svona bilun,“ segir Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Lovísa segir að bæjar- og sveitarfélög leggi allt sitt traust á flutnings- og dreifikerfið og að sem betur fer sé svona alvarleg bilun fátíð. „Fyrirtæki eru með mjög misviðkvæma starfsemi innan sveitarfélaganna þannig að þetta er kannski gott tækifæri fyrir þau að huga að hvort þau vilji hafa varaafl eins og heilsugæslan og fleira. Langvarandi rafmagnsleysi getur komi illa niður á viðkvæmri starfsemi sér í lagi ef það er langt í þjónustu annars staðar. „Þetta er misvel í pottinn búið á landinu eins og við vitum og þetta gefur tilefni til að ræða þau mál mjög vel,“ segir Lovísa. Lovísa segir að rafmagnsöryggi sé heilt yfir mjög gott á Íslandi samanborið við önnur lönd en að alltaf sé ástæða til þess að ræða rafmagnsöryggi. Lovísa telur ástæðu til þess að kanna hvort ástæða sé til þess að þétta net varaaflstöðva hringinn í kringum landið, líkt og þær sem fengnar voru til Hveragerðis í nótt. „Svona bilanir geta alltaf komið upp, en sem betur fer gerist það mjög sjaldan en það má alltaf ræða það hvort það þurfi að byggja upp betra net. Við búum við mjög gott rafmagnsöryggi hér á landi í samanburði við önnur lönd en þetta gefur tilefni til þess að ræða, hvað ef?“ segir Lovísa. Rafmagnsleysið í Hveragerði í nótt sýndi svart á hvítu hvers háð rafmagni mannfólkið er. „Algjörlega, það er miðlægt í allri okkar grunnþjónustu og við gerum voðalega lítið án rafmagns og þá sjaldan að það gerist að við missum rafmagnið að þá finnum við fyrst fyrir því,“ segir Lovísa.
Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Fleiri fréttir Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39
Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. 8. ágúst 2018 14:15