Tugmilljóna arður af meðferð fyrir börn Sveinn Arnarsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Laugaland í Eyjafirði hefur verið rekið af félaginu Pétri G. Broddasyni ehf. í meira en um áratug. Fréttablaðið/Auðunn Rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur tekið sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimilinu á síðustu árum eftir að hann stofnaði einkahlutafélag um reksturinn. Laugaland er einkarekið meðferðarheimili sem starfar samkvæmt rekstrarsamningi og undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem sinnir jafnframt eftirliti með heimilinu. Eignarhaldsfélagið Pétur G. Broddason ehf., samnefnt rekstraraðilanum, var stofnað vegna reksturs meðferðarheimilisins og fyrsta heila starfsár fyrirtækisins var árið 2008. Frá þeim tíma hefur einkahlutafélagið, þar sem Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess frá upphafi, greitt sér rúmar 42 milljónir króna út úr fyrirtækinu.Tekjur fyrirtækisins koma alfarið inn frá ríkinu til að reka meðferðarheimilið. Stór hluti ónotaðs fjár ríkisins á heimilinu virðist við fyrstu sýn renna í vasa rekstraraðilans. Pétur vildi lítið ræða við blaðamann um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. „Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ segir Pétur. „Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum.“ Velferðarráðuneytið var strax árið 2011 hvatt, í skýrslu Ríkisendurskoðunar, til að taka afstöðu til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms.Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. Fréttablaðið/EyþórÍ svörum velferðarráðuneytisins árið 2014 við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ný stofnun á höfuðborgarsvæðinu væri í burðarliðnum til að taka að hluta til við verkefnum einkarekinna meðferðarheimila „þar sem ekki verður séð að útvistun feli í sér hagkvæmara eða markvissara meðferðarstarf“. „Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. „Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Rekstraraðili meðferðarheimilisins að Laugalandi í Eyjafirði hefur tekið sér 42 milljónir í arð út úr meðferðarheimilinu á síðustu árum eftir að hann stofnaði einkahlutafélag um reksturinn. Laugaland er einkarekið meðferðarheimili sem starfar samkvæmt rekstrarsamningi og undir yfirstjórn Barnaverndarstofu, sem sinnir jafnframt eftirliti með heimilinu. Eignarhaldsfélagið Pétur G. Broddason ehf., samnefnt rekstraraðilanum, var stofnað vegna reksturs meðferðarheimilisins og fyrsta heila starfsár fyrirtækisins var árið 2008. Frá þeim tíma hefur einkahlutafélagið, þar sem Pétur er eini eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri þess frá upphafi, greitt sér rúmar 42 milljónir króna út úr fyrirtækinu.Tekjur fyrirtækisins koma alfarið inn frá ríkinu til að reka meðferðarheimilið. Stór hluti ónotaðs fjár ríkisins á heimilinu virðist við fyrstu sýn renna í vasa rekstraraðilans. Pétur vildi lítið ræða við blaðamann um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. „Ég hef bara ekki hugmynd um það, þú verður bara að spyrja Barnaverndarstofu að því. Ég rek fyrirtækið undir yfirstjórn hennar þannig að ég vísa því bara þangað. Allir ársreikningar mínir fara þangað,“ segir Pétur. „Það er lögum samkvæmt heimilt og í rauninni er þetta bara allt annað en menn geta ímyndað sér. Í rauninni er þetta hluti af mínum launum við að reka fyrirtækið. Það er mitt að ákveða hvernig ég geri það eins og í öðrum fyrirtækjum.“ Velferðarráðuneytið var strax árið 2011 hvatt, í skýrslu Ríkisendurskoðunar, til að taka afstöðu til einkarekinna meðferðarheimila sem rekstrarforms.Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. Fréttablaðið/EyþórÍ svörum velferðarráðuneytisins árið 2014 við eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ný stofnun á höfuðborgarsvæðinu væri í burðarliðnum til að taka að hluta til við verkefnum einkarekinna meðferðarheimila „þar sem ekki verður séð að útvistun feli í sér hagkvæmara eða markvissara meðferðarstarf“. „Það fer gott orð af úrræðinu á Laugalandi. Hins vegar erum við nú að fara yfir öll þessi úrræði sem við erum að bjóða og heildarendurskoðun hafin innan starfshóps og von er á að þeirri vinnu ljúki nú á haustmánuðum,“ segir Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra. „Þetta hlýtur að verða skoðað samhliða í þeirri vinnu. Það er ekki eðlilegt að menn séu að greiða sér háan arð úr svona fyrirtækjum. Það er ekki markmið ríkissjóðs að einstaklingar þéni á úrræðum. Það er markmið ríkissjóðs að við veitum góð úrræði.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira