Indriða-upplestur setti Twitter á hliðina Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 08:25 „Hver á að borga þessar rendur?“ Skjáskot Jón Gnarr dustaði rykið af kvartaranum sívinsæla Indriða í netheimum í gærkvöld. Tilefnið var áskorun Viðreisnarforkólfsins Geirs Finnssonar sem skoraði á borgarstjórann fyrrverandi að lesa upp skrautlega athugasemd sem birtist í athugasemdakerfi netmiðlanna á dögunum. Þar gagnrýndi guðfræðingurinn Jón Valur Jensson, fyrrverandi frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, málun Skólavörðustígs sem er nú prýddur regnbogalitunum í tilefni Hinsegin daga. Jón Valur spyr sig hvað búi að baki máluninni, hvað hún kosti og hvort hún komi „yfirhöfuð að gagni“ eins og hann orðar það. Hástafirnir og uppsetning athugasemdarinnar minnir óneitanlega á áherslur og orðfæri Indriða, sem Jón Gnarr gerði ódauðlegan í sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum í upphafi aldarinnar. Fyrrnefndur Geir sá sér því gott til glóðarinnar og skoraði á Jón að flytja færslu nafna hans „sem Indriði.“ Jón Gnarr varð við áskoruninni og má flutning hans heyra hér að neðan. Færsla Jóns hefur vakið glimmrandi lukku og er um að ræða eitt allra vinsælasta tíst Íslendings, en rúmlega 2000 manns hafa „lækað“ tístið. Rétt er að taka fram að þvert á það sem Jón Valur heldur fram í athugasemdinni er hinsegin fræðsla í námskrá, eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi Halldór Auðar Svansson bendir á. vassgú! pic.twitter.com/gWlNjECB3d— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 8, 2018 Hinsegin Tengdar fréttir Máluðu regnbogann hjá Hegningarhúsinu þar sem maður sat inni fyrir samkynhneigð Hinsegin dagar hófust klukkan 12 í dag þegar stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri Reykjavíkur máluðu gleðirendur á Skólavörðustíg. 7. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Jón Gnarr dustaði rykið af kvartaranum sívinsæla Indriða í netheimum í gærkvöld. Tilefnið var áskorun Viðreisnarforkólfsins Geirs Finnssonar sem skoraði á borgarstjórann fyrrverandi að lesa upp skrautlega athugasemd sem birtist í athugasemdakerfi netmiðlanna á dögunum. Þar gagnrýndi guðfræðingurinn Jón Valur Jensson, fyrrverandi frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar, málun Skólavörðustígs sem er nú prýddur regnbogalitunum í tilefni Hinsegin daga. Jón Valur spyr sig hvað búi að baki máluninni, hvað hún kosti og hvort hún komi „yfirhöfuð að gagni“ eins og hann orðar það. Hástafirnir og uppsetning athugasemdarinnar minnir óneitanlega á áherslur og orðfæri Indriða, sem Jón Gnarr gerði ódauðlegan í sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum í upphafi aldarinnar. Fyrrnefndur Geir sá sér því gott til glóðarinnar og skoraði á Jón að flytja færslu nafna hans „sem Indriði.“ Jón Gnarr varð við áskoruninni og má flutning hans heyra hér að neðan. Færsla Jóns hefur vakið glimmrandi lukku og er um að ræða eitt allra vinsælasta tíst Íslendings, en rúmlega 2000 manns hafa „lækað“ tístið. Rétt er að taka fram að þvert á það sem Jón Valur heldur fram í athugasemdinni er hinsegin fræðsla í námskrá, eins og borgarfulltrúinn fyrrverandi Halldór Auðar Svansson bendir á. vassgú! pic.twitter.com/gWlNjECB3d— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 8, 2018
Hinsegin Tengdar fréttir Máluðu regnbogann hjá Hegningarhúsinu þar sem maður sat inni fyrir samkynhneigð Hinsegin dagar hófust klukkan 12 í dag þegar stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri Reykjavíkur máluðu gleðirendur á Skólavörðustíg. 7. ágúst 2018 19:30 Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Máluðu regnbogann hjá Hegningarhúsinu þar sem maður sat inni fyrir samkynhneigð Hinsegin dagar hófust klukkan 12 í dag þegar stjórn Hinsegin daga og borgarstjóri Reykjavíkur máluðu gleðirendur á Skólavörðustíg. 7. ágúst 2018 19:30