Greindist með leghálskrabbamein á meðgöngu: „Fanney er algjör nagli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Andrea Sigurðardóttir ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir vinkonu sína. Vísir/Vilhelm Andrea Sigurðardóttir flugfreyja ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Ljósinu, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Andrea valdi þetta málefni því á dögunum greindist mjög góð vinkona hennar með krabbamein. Hún segir að áheitin sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka séu gríðarlega mikilvæg fyrir málefnin, sem mörg treysti alfarið á styrki. „Ég hef tekið þátt síðastliðin þrjú ár en það var til styrktar Stígamóta. Ég ætlaði ekki að taka þátt í ár en eftir að Fanney vinkona mín greindist ákvað ég að hlaupa fyrir hana. Ég valdi Ljósið af því að það er bæði fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Þetta félag gengur mikið á styrkjum,“ segir Andrea í samtali við Vísi. Í 20. vikna sónar á Landspítalanum fengu Fanney Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Ragnar Snær Njálsson, að vita að þau ættu von á strák og allt liti vel út. Fyrir eiga þau þriggja ára stúlku og voru þetta miklar gleðifréttir. Aðeins 24 tímum síðar voru þau kölluð í viðtal á sjúkrahúsinu þar sem gleðin breyttist skyndilega í sorg. „Fengum við verstu fréttir lífs okkar og óhætt að segja að við séum í miklu sjokki og eigum erfitt með að skilja þetta allt saman. Ástin mín hún Fanney er sem sagt komin með leghálskrabbamein og virðist sem þær frumubreytingar sem átt hafa sér stað undanfarin ár hafi algerlega yfirsést læknum í þeim strokum og öðrum skoðunum sem hún hefur mjög reglulega og samviskusamlega farið í,“ skrifaði Ragnar Snær í einlægum pistli sem hann birti á Facebook.Líf móður og barns í mikilli hættu Mein Fanneyjar er komið talsvert lengra en vonir stóðu til um og var þetta mikið áfall fyrir fjölskylduna og alla hennar aðstandendur. „Nú er staðan bara það alvarleg að þetta snýst ekki bara um að reyna að bjarga barninu, heldur er líf Fanneyjar einnig í mikilli hættu. Meinið er komið á það stig að það er ekki lengur skurðtækt, sem þýðir að það þarf að hefja lyfjameðferð um leið og hún kemst að.“ Fanney er nú komin 23 vikur á leið og í dag hóf hún sína lyfjameðferð. Stefnt er að því að litli drengurinn verði tekinn með keisaraskurði á 35. til 39. viku og þá hefjist strax geislameðferð Fanneyjar. „Ef við verðum svo lánsöm að strákurinn okkar nái að höndla þetta. Það er því miður ekkert gefið því þetta er svo sjaldgæft að það eru innan við 100 tilfelli af nákvæmlega þessu í heiminum, ever. Það eru því engar almennilegar stúdíur sem við getum farið eftir og ómögulegt að segja til um hvernig lyfin munu fara í barnið,“ útskýrir Ragnar Snær í pistli sínum.„Af því að hún greindist á meðgöngu er þetta miklu erfiðara. Það er lítið vitað og þau þurfa að taka þetta bara dag fyrir dag,“ segir Andrea. Hún segir að Fanney sé ákveðin í að sigrast á þessum veikindum. „Við vorum bootcamp vinkonur og þetta er ótrúlega hraust stelpa og hún á orkumikla þriggja ára yndislega stelpu. Þetta var rosalegt sjokk í raun og veru. Maður var bara að bíða eftir fréttum af því hvert kyn barnsins væri.“Andrea og Fanney hvetja allar konur til að fara reglulega í krabbameinsskoðun og panta aukaskoðun ef þörf er á. Vísir/VilhelmFærri en 100 tilfelli Andrea segir að það standi þéttur hópur í kringum Fanneyju sem ætli að styðja þétt við bakið á henni í þessum veikindum. „Fanney er algjör nagli og svo sterk. Eins við vinkonurnar og fjölskyldan hennar. Þannig að ég held að þetta verði bara sterkur og góður bati hjá henni.“ Fanney og Ragnar Snær sögðu sögu sína á Facebook í þeirri von að reyna eftir fremsta megni að nálgast þá aðila sem telja sig geta veitt hjálp og upplýsingar enda eru aðstæður þeirra sjaldgæfar og innan við hundrað tilfelli af þessu í heiminum. Á þessu stigi eru allar ráðleggingar vel þegnar og þau eru mjög opin fyrir því að komast í samband við þá sem veitt geta frekara sérfræðiálit og hjálpað til á hvaða veg sem það kann að vera, bæði innan- og utanlands.Minnir konur á að fara í leghálsskoðun Eins og kom fram í pistli þeirra á Facebook fór Fanney í allar krabbameinsskoðanir og það sem meira er fleiri en venjan er. Hún vill hvetja allar konur til að fara í aukaskoðun, jafnvel þó að grunur um að eitthvað sé að sé lítill eða enginn. Með þátttöku sinni vill Andrea vekja athygli á þeirra aðstæðum og líkt og Fanney minna ungar konur á mikilvægi þess að fara reglulega í krabbameinsskoðun. „Ég hvet alla til að fara í skoðun og mun sjálf fara núna á árinu.“Hægt er að heita á Andreu á síðunni Hlaupastyrkur.Vinkonur Fanneyjar hafa einnig opnað söfnunarreikning fyrir fjölskylduna, reikningsnúmer 0536-26-170487 og kennitala 100387-2209.Hér að neðan má svo lesa pistil Ragnar Snæs í heild sinni. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Andrea Sigurðardóttir flugfreyja ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Ljósinu, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Andrea valdi þetta málefni því á dögunum greindist mjög góð vinkona hennar með krabbamein. Hún segir að áheitin sem safnast í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka séu gríðarlega mikilvæg fyrir málefnin, sem mörg treysti alfarið á styrki. „Ég hef tekið þátt síðastliðin þrjú ár en það var til styrktar Stígamóta. Ég ætlaði ekki að taka þátt í ár en eftir að Fanney vinkona mín greindist ákvað ég að hlaupa fyrir hana. Ég valdi Ljósið af því að það er bæði fyrir þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur. Þetta félag gengur mikið á styrkjum,“ segir Andrea í samtali við Vísi. Í 20. vikna sónar á Landspítalanum fengu Fanney Eiríksdóttir og eiginmaður hennar, Ragnar Snær Njálsson, að vita að þau ættu von á strák og allt liti vel út. Fyrir eiga þau þriggja ára stúlku og voru þetta miklar gleðifréttir. Aðeins 24 tímum síðar voru þau kölluð í viðtal á sjúkrahúsinu þar sem gleðin breyttist skyndilega í sorg. „Fengum við verstu fréttir lífs okkar og óhætt að segja að við séum í miklu sjokki og eigum erfitt með að skilja þetta allt saman. Ástin mín hún Fanney er sem sagt komin með leghálskrabbamein og virðist sem þær frumubreytingar sem átt hafa sér stað undanfarin ár hafi algerlega yfirsést læknum í þeim strokum og öðrum skoðunum sem hún hefur mjög reglulega og samviskusamlega farið í,“ skrifaði Ragnar Snær í einlægum pistli sem hann birti á Facebook.Líf móður og barns í mikilli hættu Mein Fanneyjar er komið talsvert lengra en vonir stóðu til um og var þetta mikið áfall fyrir fjölskylduna og alla hennar aðstandendur. „Nú er staðan bara það alvarleg að þetta snýst ekki bara um að reyna að bjarga barninu, heldur er líf Fanneyjar einnig í mikilli hættu. Meinið er komið á það stig að það er ekki lengur skurðtækt, sem þýðir að það þarf að hefja lyfjameðferð um leið og hún kemst að.“ Fanney er nú komin 23 vikur á leið og í dag hóf hún sína lyfjameðferð. Stefnt er að því að litli drengurinn verði tekinn með keisaraskurði á 35. til 39. viku og þá hefjist strax geislameðferð Fanneyjar. „Ef við verðum svo lánsöm að strákurinn okkar nái að höndla þetta. Það er því miður ekkert gefið því þetta er svo sjaldgæft að það eru innan við 100 tilfelli af nákvæmlega þessu í heiminum, ever. Það eru því engar almennilegar stúdíur sem við getum farið eftir og ómögulegt að segja til um hvernig lyfin munu fara í barnið,“ útskýrir Ragnar Snær í pistli sínum.„Af því að hún greindist á meðgöngu er þetta miklu erfiðara. Það er lítið vitað og þau þurfa að taka þetta bara dag fyrir dag,“ segir Andrea. Hún segir að Fanney sé ákveðin í að sigrast á þessum veikindum. „Við vorum bootcamp vinkonur og þetta er ótrúlega hraust stelpa og hún á orkumikla þriggja ára yndislega stelpu. Þetta var rosalegt sjokk í raun og veru. Maður var bara að bíða eftir fréttum af því hvert kyn barnsins væri.“Andrea og Fanney hvetja allar konur til að fara reglulega í krabbameinsskoðun og panta aukaskoðun ef þörf er á. Vísir/VilhelmFærri en 100 tilfelli Andrea segir að það standi þéttur hópur í kringum Fanneyju sem ætli að styðja þétt við bakið á henni í þessum veikindum. „Fanney er algjör nagli og svo sterk. Eins við vinkonurnar og fjölskyldan hennar. Þannig að ég held að þetta verði bara sterkur og góður bati hjá henni.“ Fanney og Ragnar Snær sögðu sögu sína á Facebook í þeirri von að reyna eftir fremsta megni að nálgast þá aðila sem telja sig geta veitt hjálp og upplýsingar enda eru aðstæður þeirra sjaldgæfar og innan við hundrað tilfelli af þessu í heiminum. Á þessu stigi eru allar ráðleggingar vel þegnar og þau eru mjög opin fyrir því að komast í samband við þá sem veitt geta frekara sérfræðiálit og hjálpað til á hvaða veg sem það kann að vera, bæði innan- og utanlands.Minnir konur á að fara í leghálsskoðun Eins og kom fram í pistli þeirra á Facebook fór Fanney í allar krabbameinsskoðanir og það sem meira er fleiri en venjan er. Hún vill hvetja allar konur til að fara í aukaskoðun, jafnvel þó að grunur um að eitthvað sé að sé lítill eða enginn. Með þátttöku sinni vill Andrea vekja athygli á þeirra aðstæðum og líkt og Fanney minna ungar konur á mikilvægi þess að fara reglulega í krabbameinsskoðun. „Ég hvet alla til að fara í skoðun og mun sjálf fara núna á árinu.“Hægt er að heita á Andreu á síðunni Hlaupastyrkur.Vinkonur Fanneyjar hafa einnig opnað söfnunarreikning fyrir fjölskylduna, reikningsnúmer 0536-26-170487 og kennitala 100387-2209.Hér að neðan má svo lesa pistil Ragnar Snæs í heild sinni.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira