Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 16:31 Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Vísir/getty Matvælastofnun varar við notkun á efninu 2,4 dínótrófenól, kallað DNP sem enn er notað í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi síðan árið 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi. Yfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hefur aukist að undanförnu á vefsíðum. Bresk yfirvöld segja neyslu efnisins vera verulegt áhyggjuefni. Efnið er meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum og er á markaðnum af þeim sökum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. DNP hefur áhrif á efnaskipti líkamans á þann hátt að í stað þess að orka sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. Við þetta hækkar líkamshiti og við það getur einstaklingur látist. Fyrstu einkenni eitrunar eru svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar. Einstaklingar bregðast þó mismunandi við efninu og erfitt getur verið að spá fyrir um hvernig hver og einn bregst við efninu og hvaða skammtur sé öruggur. Sumir geta fengið alvarlegar aukaverkanir af inntöku lítils magns af efninu og því er engin örugg skammtastærð. Mast útilokar ekki að íslenskir neytendur hafi keypt vörur sem innihalda efnið þar sem hægt er að nálgast DNP á vefnum. Mast hvetur neytendur til að vera gagnrýnir í hugsun þegar þeir kaupa fæðubótarefni á internetinu og leita sér nánari upplýsinga um innihaldsefni þeirra. Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Matvælastofnun varar við notkun á efninu 2,4 dínótrófenól, kallað DNP sem enn er notað í fæðubótarefni í megrunartilgangi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi síðan árið 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi. Yfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hefur aukist að undanförnu á vefsíðum. Bresk yfirvöld segja neyslu efnisins vera verulegt áhyggjuefni. Efnið er meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum og er á markaðnum af þeim sökum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. DNP hefur áhrif á efnaskipti líkamans á þann hátt að í stað þess að orka sé nýtt af frumum líkamans eða varðveitt þar, þá breytist hún í varma. Við þetta hækkar líkamshiti og við það getur einstaklingur látist. Fyrstu einkenni eitrunar eru svitamyndun, vöðvaverkir, hraður púls, hár hiti og öndunarerfiðleikar. Einstaklingar bregðast þó mismunandi við efninu og erfitt getur verið að spá fyrir um hvernig hver og einn bregst við efninu og hvaða skammtur sé öruggur. Sumir geta fengið alvarlegar aukaverkanir af inntöku lítils magns af efninu og því er engin örugg skammtastærð. Mast útilokar ekki að íslenskir neytendur hafi keypt vörur sem innihalda efnið þar sem hægt er að nálgast DNP á vefnum. Mast hvetur neytendur til að vera gagnrýnir í hugsun þegar þeir kaupa fæðubótarefni á internetinu og leita sér nánari upplýsinga um innihaldsefni þeirra.
Heilbrigðismál Neytendur Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira