Bitglaðir hundar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Á dögunum birtist svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hve oft fólk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af þeim skepnum. Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita. Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt. Það má fylgja með að markmið þessa pistils er lúmskt vinnustaðagrín. Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hve oft fólk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af þeim skepnum. Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita. Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt. Það má fylgja með að markmið þessa pistils er lúmskt vinnustaðagrín. Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun