Bitglaðir hundar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 10:00 Á dögunum birtist svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hve oft fólk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af þeim skepnum. Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita. Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt. Það má fylgja með að markmið þessa pistils er lúmskt vinnustaðagrín. Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhann Óli Eiðsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hve oft fólk hefur leitað á heilbrigðisstofnanir til að fá meðferð við hundsbiti. Sjálfur hef ég ekki farið varhluta af þeim skepnum. Ef minni mitt bregst ekki þá hef ég verið bitinn alls níu sinnum af hundum. Óbermin virðast hafa sérstaka óbeit á mér og leggja stundum lykkju á leið sína til þess eins að læsa tönnum sínum í mig. Til að mynda var ég eitt sinn á gangi gegnum Klambratún þegar slíkt kvikindi kom í loftköstum til þess eins að narta í mig. Öðru sinni, þegar ég starfaði á dekkjaverkstæði, var ég að bera felgur fram hjá bíl þegar voffi stakk höfðinu út um opinn glugga og nartaði í öxlina á mér. Sár mín af þessum sökum hafa verið eins og hvert annað hundsbit og því ekki með í tölum ráðherra. En afleiðingin er sú að mér er meinilla við þessar úrkynjuðu verur og vil sem minnst af þeim vita. Fordómar mínir gagnvart hundum eru þó smámunir við hlið fordóma minna í garð hundaeigenda. Þar er fámennur hópur svartra sauða sem telur að hundurinn sé alltaf í rétti. Einn slíkur hótaði til að mynda málsókn vegna fréttar af bitóðum hundi á Dalvík. Myndin sem fylgdi með væri af hundinum hans og væri af hundasýningu í Mosfellsbæ (myndin var frá Tórínó) og birting hennar væri að sverta „mannorð“ dýrsins! Stundum grunar mig að sniðmengi þessa hóps og foreldra eineltisgerenda sé nokkuð stórt. Það má fylgja með að markmið þessa pistils er lúmskt vinnustaðagrín. Ég er nefnilega farinn í sumarfrí og því munu allar kvartanir sármóðgaðra og óstöðugra hundaeigenda lenda á vinnufélögum mínum. Góðar stundir.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar