Vonda fólkið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 30. júlí 2018 10:00 Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði birtist ljósmynd sem fór víða af forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur, á leiðtogafundi NATÓ. Hún stóð ekki langt frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Recep Erdogan, forseta Tyrklands, en hvorugur þeirra hefur áunnið sér traust umheimsins fyrir mildi, mannúð og víðsýni. Á myndinni stóð Katrín með hendur fyrir aftan bak og augun voru lukt, það var líkt og hún beindi þeim í uppgjöf til himna og væri að biðja æðri máttarvöld að losa sig sem fyrst undan þeim félagsskap sem hún var komin í. Myndin endurspeglar ágætlega að í pólitík þarf oft að gera fleira en gott þykir. Forystumaður í stjórnmálum þarf að eiga fjölmarga fundi, þar á meðal með fólki sem hefur ekki sérlega geðslegar skoðanir. Sjálf gerir Katrín sér býsna góða grein fyrir þessu, og nýlega hafði hún orð á því að nýtt pólitískt landslag blasi við hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar, en þar eiga góðu gengi að fagna flokkar sem gera út á andúð í garð innflytjenda og flóttamanna. Forsætisráðherra nefndi nokkrar þjóðir: Danmörku, Svíþjóð, Noreg, Ungverjaland og Pólland og hefði auðveldlega getað nefnt fleiri. Mjög færist í vöxt víða um heim að kjósendur leiði til áhrifa flokka með vafasöm stefnumál. Jafn hryggilegt og það nú er þá verða Íslendingar og íslenskir ráðamenn að eiga samskipti og samstarf við þessar þjóðir. Það er varla í boði fyrir Íslendinga að afþakka alþjóðlegt samstarf og skrópa á stórfundi vegna þess að þar sé að finna of marga fulltrúa sem hafa óboðleg viðhorf í ýmsum málun. Það býður einungis upp á einangrun. Þetta þýðir samt ekki að kinka eigi kolli við illum gjörðum. Skilaboðum er hægt að koma á framfæri í ræðu, riti og einkasamtölum. Svo er annað mál hvort mark er tekið á þeim. Það þarf þó að gæta sín á því hvernig hlutir eru sagðir og gífuryrði missa auðveldlega marks. Það var til dæmis ekki ástæða til að ræða um Piu Kjærsgaard og Adolf Hitler nánast í sömu setningu eins og Pírati einn gerði í sjónvarpsfréttum á dögunum. Kjærsgaard hefur vissulega sagt ýmislegt forkastanlegt um múslima. Hún hefur hins vegar ekki boðað útrýmingu þeirra og ekki beitt sér fyrir byggingu þrælkunarbúða. Pia Kjærsgaard er ekki fulltrúi góðra viðhorfa en hún er samt ekki í liði með Adolf Hitler. Útlendingaandúð grasserar víða um heim og það á að berjast gegn henni. Það gagnast hins vegar ekki umræðunni þegar orðinu „útlendingaandúð“ er klínt á fólk sem er engan veginn þannig innstillt. Það er til dæmis fjarska undarlegt þegar það er gefið í skyn eða sagt berum orðum að þeir Íslendingar sem vilja sporna við því að erlendir auðmenn kaupi hér upp heilu landssvæðin séu haldnir útlendingaandúð. Þetta sama fólk vill heldur ekki að íslenskir auðmenn komist upp með að eigna sér heilu svæðin hér á landi, sem jafngildir ekki því að það hatist við auðmenn. Þetta ætti hver maður að skilja – og hana nú!
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar