Með reiða ferðalanga á línunni daga og nætur Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Ása Karen Baldursdóttir svaraði ferðamönnum í fyrstu og leiðbeindi þeim. En hætti því svo. Ónæðið segir hún hafi hreinlega verið orðið of mikið. Fréttablaðið/þórsteinn Í tæp tvö hefur Ása Karen Baldurs fengið fjölmörg símtöl frá reiðum farþegum WOW Air sem reyna að endurheimta glataðan farangur sinn. Símtölin berast henni jafnt daga sem nætur. Stundum eru símtölin mörg á sólarhring. „Það hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta byrjaði í janúar fyrir ári síðan. Fyrst svaraði ég og leiðbeindi viðskiptavinum. Svo hætti ég að nenna að svara. Þá hringir fólk bara aftur og aftur og gefst ekki upp,“ segir Ása Karen. Það er skemmst frá því að segja að Ása Karen starfar ekki fyrir WOW Air og síður en svo í ferðaþjónustu. Hún er með reiða ferðalanga á línunni vegna þess að símanúmer hennar inniheldur fyrstu sjö stafi bandaríska þjónustusímanúmers WOW Air. Ása Karen segir landskóðann í sviga fyrir framan á vefsíðu til leiðbeiningar ferðamönnum. Það leiði til þess að fólk taki ekki jafnvel eftir kóðanum og því hafi símtölin til hennar orðið svo mörg. Ása Karen sendi póst á WOW Air á síðasta ári og fékk þau svör að það væri ekkert hægt að gera í þessu. Það væri ekki fyrirtækinu að kenna að fólk slægi ekki inn réttan landskóða. „Það væri bara því miður erfitt að gera eitthvað í þessu. Ég sýndi þeim hversu mikið af símtölum þetta væri, tók skjáskot af því. Mér finnst réttara að hafa framsetninguna með skýrari hætti,“ segir Ása Karen sem vill ekki skipta um símanúmer vegna ónæðisins. „Það er meira mál fyrir mig en fyrir fyrirtækið að greiða úr þessu,“ bendir hún á. Ása Karen segist hafa íhugað að svara farþegum WOW Air með þeim hætti að fyrirtækið neyðist til að breyta framsetningu sinni á símanúmerunum. Svo hún fái stundarfrið. Það verður þó ekki af því að Ása Karen taki til slíkra ráða því þegar blaðamaður hringdi til flugfélagsins og spurðist fyrir voru viðbrögðin skjót. WOW Air ákvað í gær að launa Ásu Karenu langlundargeðið og gaf henni gjafabréf með flugi til Evrópu að eigin vali. Hún hefði sannarlega unnið sér inn fyrir því. Þá stendur til að skipta um símanúmer á þjónustusíðu fyrirtækisins. Ása Karen er að vonum ánægð með viðbrögðin. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Í tæp tvö hefur Ása Karen Baldurs fengið fjölmörg símtöl frá reiðum farþegum WOW Air sem reyna að endurheimta glataðan farangur sinn. Símtölin berast henni jafnt daga sem nætur. Stundum eru símtölin mörg á sólarhring. „Það hefur gerst nokkrum sinnum. Þetta byrjaði í janúar fyrir ári síðan. Fyrst svaraði ég og leiðbeindi viðskiptavinum. Svo hætti ég að nenna að svara. Þá hringir fólk bara aftur og aftur og gefst ekki upp,“ segir Ása Karen. Það er skemmst frá því að segja að Ása Karen starfar ekki fyrir WOW Air og síður en svo í ferðaþjónustu. Hún er með reiða ferðalanga á línunni vegna þess að símanúmer hennar inniheldur fyrstu sjö stafi bandaríska þjónustusímanúmers WOW Air. Ása Karen segir landskóðann í sviga fyrir framan á vefsíðu til leiðbeiningar ferðamönnum. Það leiði til þess að fólk taki ekki jafnvel eftir kóðanum og því hafi símtölin til hennar orðið svo mörg. Ása Karen sendi póst á WOW Air á síðasta ári og fékk þau svör að það væri ekkert hægt að gera í þessu. Það væri ekki fyrirtækinu að kenna að fólk slægi ekki inn réttan landskóða. „Það væri bara því miður erfitt að gera eitthvað í þessu. Ég sýndi þeim hversu mikið af símtölum þetta væri, tók skjáskot af því. Mér finnst réttara að hafa framsetninguna með skýrari hætti,“ segir Ása Karen sem vill ekki skipta um símanúmer vegna ónæðisins. „Það er meira mál fyrir mig en fyrir fyrirtækið að greiða úr þessu,“ bendir hún á. Ása Karen segist hafa íhugað að svara farþegum WOW Air með þeim hætti að fyrirtækið neyðist til að breyta framsetningu sinni á símanúmerunum. Svo hún fái stundarfrið. Það verður þó ekki af því að Ása Karen taki til slíkra ráða því þegar blaðamaður hringdi til flugfélagsins og spurðist fyrir voru viðbrögðin skjót. WOW Air ákvað í gær að launa Ásu Karenu langlundargeðið og gaf henni gjafabréf með flugi til Evrópu að eigin vali. Hún hefði sannarlega unnið sér inn fyrir því. Þá stendur til að skipta um símanúmer á þjónustusíðu fyrirtækisins. Ása Karen er að vonum ánægð með viðbrögðin. „Þótt fyrr hefði verið,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28