Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 09:00 Viðbrögðin hjá Anníe Mist Þórisdóttur. Mynd/Twitter/@CrossFitGames Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Sjá meira
Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29
Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30
Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00