Katrín Tanja nældi í brons á heimsleikunum Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 22:30 Mögnuð. Vísir/skjáskot Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld. Fyrir lokagreinina sem fór fram í kvöld var Katrín Tanja í þriðja sætinu en hún var sex stigum á undan Kara Saunders sem var í fjórða sætinu. Rúm 50 stig voru í annað sætið. Spennan var afar mikil og að endingu kláraði Katrín þriðja í sínum undanriðli. Það skilaði henni nægilega mörgum stigum til að tryggja henni bronsið. Hún endaði í þriðja sætinu, rúmum 130 stigum á eftir Tia-Clair Toomey sem vann annað árið í röð. Anníe Mist Þórisdóttir var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina en hún var rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu. Anníe kláraði sjötta í sínum undanriðli og endaði í 5. sæti á heildarlistanum. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 26. sætinu eftir að hafa verið í 25. sætinu fyrir lokagreinina. Þetta var í fyrsta skipti sem Oddrún keppir í einstaklingsflokki en áður hafði hún keppt í liðakeppni. Björgvin Karl Guðmundsson var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina í karlaflokki og átti góðan möguleika á að skjóta sér upp í verðlaunasæti með góðum árangri í síðustu greininni. Hann endaði tólfti í öllum undanriðlunum sem dugði ekki til að klifra upp töfluna. Hann endaði því í fimmta sætinu á heildarlistanum. Sigurvegarinn í karlaflokki var Mathew Fraser en hann vann með nokkrum yfirburðum. Stórkostlegur íþróttamaður. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdist með nýjustu vendingum á leikunum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld. Fyrir lokagreinina sem fór fram í kvöld var Katrín Tanja í þriðja sætinu en hún var sex stigum á undan Kara Saunders sem var í fjórða sætinu. Rúm 50 stig voru í annað sætið. Spennan var afar mikil og að endingu kláraði Katrín þriðja í sínum undanriðli. Það skilaði henni nægilega mörgum stigum til að tryggja henni bronsið. Hún endaði í þriðja sætinu, rúmum 130 stigum á eftir Tia-Clair Toomey sem vann annað árið í röð. Anníe Mist Þórisdóttir var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina en hún var rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu. Anníe kláraði sjötta í sínum undanriðli og endaði í 5. sæti á heildarlistanum. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 26. sætinu eftir að hafa verið í 25. sætinu fyrir lokagreinina. Þetta var í fyrsta skipti sem Oddrún keppir í einstaklingsflokki en áður hafði hún keppt í liðakeppni. Björgvin Karl Guðmundsson var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina í karlaflokki og átti góðan möguleika á að skjóta sér upp í verðlaunasæti með góðum árangri í síðustu greininni. Hann endaði tólfti í öllum undanriðlunum sem dugði ekki til að klifra upp töfluna. Hann endaði því í fimmta sætinu á heildarlistanum. Sigurvegarinn í karlaflokki var Mathew Fraser en hann vann með nokkrum yfirburðum. Stórkostlegur íþróttamaður. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdist með nýjustu vendingum á leikunum.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira