„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. júlí 2018 19:00 Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar. Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Veginum í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum hefur verið lokað þegar umferðin um garðinn er í hámarki yfir sumartímann. Lokunin mun vara í að minnsta kosti tvo mánuði og er umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. Þegar fréttastofu bar að garði á tólfta tímanum í dag voru starfsmenn verktakafyrirtækisins sem annast breytingarnar á Þingvallavegi, í umboði Vegagerðarinnar, að koma fyrir lokunum og vegvísum til upplýsingar fyrir ökumenn.Það eru allir sammála um að það sé löngu kominn tími á að byggja um Þingvallaveg, reyndar sem og aðra vegi í þjóðvegakerfinu en spurningin er hvort það hefði ekki verið betra að bíða með þessa framkvæmd fram á haustið eða þar til sumarumferðin væri búin. Um Þingvallavega fara rúmlega tvö þúsund og fimm hundruð ökutæki á hverjum degi. „Þetta hefur staðið til alveg síðan í mars og við erum að byrja núna, bara kýlum á þetta núna,“ segir Einar Már Magnússon, verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni.Hvað búist þið við að vera lengi með þennan fyrsta áfanga?„Þetta var alltaf lagt upp sem tveggja ára verkefni og við reiknum með að ná þremur kílómetrum núna fyrir haustið,“ segir Einar. Umferðin um þjóðgarðinn er gríðarleg yfir sumartímann og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur umferðin ekki minnkað frá því talið var á síðasta ári. Hópferðafyrirtækin hafa verið beðin um að senda minni rútur með erlenda ferðamenn í garðinn á meðan á framkvæmdum stendur en leiðin sem ökumönnum er bent á að aka er um Vallaveg fram hjá Vatnsvík. Sú leið er hún langt um þrengri en leiðin sem nú er verið að lagfæra.Ber sá vegur þá umferð sem fer um Þingvallaveg?„Það er eiginlega spurningin sem á eftir að koma í ljós en það er í rauninni enginn annar valkostur. Þingvallavegurinn verður ekki lagfærður nema með því að loka honum,“ segir Einar. Ljóst er að það má lítið út af bregða á þessari leið til þess að það geti myndast umferðarteppa. Framundan er ein stærsta ferðahelgi ársins og auk þess eru tveir af stærstu dögum Faxaflóahafna á laugardag og sunnudag en þá koma rúmlega tíu þúsund manns með skemmtiferðaskipum til landsins og margir þeirra fara einmitt um Þingvelli. Í þessum áfanga verður gert við um þriggja kílómetra kafla af þeim tæplega níu kílómetrum sem um ræðir en verklok eru áætluð haustið 2019. „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar,“ segir Einar.
Þjóðgarðar Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29