Enginn við stýrið Hörður Ægisson skrifar 20. júlí 2018 10:00 Lífeyrissjóðirnir hafa leikið lykilhlutverk í endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar sem þurrkaðist nánast út við fjármálahrunið. Eftir að hafa fyrst komið að fjárhagslegri endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins urðu þeir einnig langsamlega fyrirferðarmestu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði. Þær ástæður eru vel þekktar. Fjármagnshöft og skortur á einkafjárfestum réðu hvað mestu um en sjóðirnir eiga samanlagt liðlega helming í öllum félögum í Kauphöllinni. Þótt þær fjárfestingar hafi, þegar á heildina er litið, skilað lífeyrissjóðunum ágætri ávöxtun, þá eru nú blikur á lofti. Vaxandi erlend samkeppni ásamt gríðarmiklum launakostnaði kallar á rekstrarlega endurskipulagningu hjá mörgum fyrirtækjum. Staðan hjá Icelandair, þar sem hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur aukist ört og er umtalsvert meira en meðal helstu keppinauta, er ekkert einsdæmi. Fyrir lífeyrissjóðina, sem vita oft og tíðum ekki hvort þeir eigi að vera virkir eða óvirkir hluthafar, er þetta ný staða sem mun reyna mjög á getu og ábyrgð þeirra sem stærstu eigenda flestra skráðra félaga. Meira af því sama, þar sem lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum ekki nægjanlega mikið aðhald, er ekki í boði. Afleiðingin hefur verið sú að mörg félög eru án virkra eigenda, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, sem tryggja að stjórnendur séu látnir gjalda þess þegar reksturinn stendur ekki undir væntingum. Við núverandi aðstæður hefur sjaldnast verið brýnna að vinda ofan þessari þróun. Til þess að af því verði þurfa hins vegar einkafjárfestar, ásamt erlendum fjárfestingarsjóðum, að gera sig meira gildandi á markaði en hlutabréfaeign þeirra nemur undir 20 prósentum af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Það er of lítið. Það skiptir sköpum, eigi að takast að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað, að það náist eðlilegra jafnvægi á milli stærstu stofnanafjárfesta landsins og einkafjárfesta. Svo er alls ekki um þessar mundir þótt ástæða sé til að ætla að það breytist á komandi árum, eins og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip gefa mögulega fyrirheit um. Lítil umsvif einkafjárfesta endurspeglast vitaskuld í samsetningu stjórna fyrirtækja. Þannig eiga aðeins sextán af áttatíu stjórnarmönnum félaga í Kauphöllinni yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Meirihluti stjórnarmanna – alls 45 talsins – á aftur á móti engan hlut. Þetta er ekki æskileg staða. Í alltof langan tíma, þegar rekstraraðstæður voru minna krefjandi, hafa of mörg félög komist upp með að vera í reynd nánast eigendalaus. Sá tími er liðinn. Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum. Eitt er að minnsta kosti víst. Ef enginn er við stýrið, þá mun þetta ekki enda vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir hafa leikið lykilhlutverk í endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar sem þurrkaðist nánast út við fjármálahrunið. Eftir að hafa fyrst komið að fjárhagslegri endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins urðu þeir einnig langsamlega fyrirferðarmestu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði. Þær ástæður eru vel þekktar. Fjármagnshöft og skortur á einkafjárfestum réðu hvað mestu um en sjóðirnir eiga samanlagt liðlega helming í öllum félögum í Kauphöllinni. Þótt þær fjárfestingar hafi, þegar á heildina er litið, skilað lífeyrissjóðunum ágætri ávöxtun, þá eru nú blikur á lofti. Vaxandi erlend samkeppni ásamt gríðarmiklum launakostnaði kallar á rekstrarlega endurskipulagningu hjá mörgum fyrirtækjum. Staðan hjá Icelandair, þar sem hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur aukist ört og er umtalsvert meira en meðal helstu keppinauta, er ekkert einsdæmi. Fyrir lífeyrissjóðina, sem vita oft og tíðum ekki hvort þeir eigi að vera virkir eða óvirkir hluthafar, er þetta ný staða sem mun reyna mjög á getu og ábyrgð þeirra sem stærstu eigenda flestra skráðra félaga. Meira af því sama, þar sem lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum ekki nægjanlega mikið aðhald, er ekki í boði. Afleiðingin hefur verið sú að mörg félög eru án virkra eigenda, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, sem tryggja að stjórnendur séu látnir gjalda þess þegar reksturinn stendur ekki undir væntingum. Við núverandi aðstæður hefur sjaldnast verið brýnna að vinda ofan þessari þróun. Til þess að af því verði þurfa hins vegar einkafjárfestar, ásamt erlendum fjárfestingarsjóðum, að gera sig meira gildandi á markaði en hlutabréfaeign þeirra nemur undir 20 prósentum af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Það er of lítið. Það skiptir sköpum, eigi að takast að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað, að það náist eðlilegra jafnvægi á milli stærstu stofnanafjárfesta landsins og einkafjárfesta. Svo er alls ekki um þessar mundir þótt ástæða sé til að ætla að það breytist á komandi árum, eins og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip gefa mögulega fyrirheit um. Lítil umsvif einkafjárfesta endurspeglast vitaskuld í samsetningu stjórna fyrirtækja. Þannig eiga aðeins sextán af áttatíu stjórnarmönnum félaga í Kauphöllinni yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Meirihluti stjórnarmanna – alls 45 talsins – á aftur á móti engan hlut. Þetta er ekki æskileg staða. Í alltof langan tíma, þegar rekstraraðstæður voru minna krefjandi, hafa of mörg félög komist upp með að vera í reynd nánast eigendalaus. Sá tími er liðinn. Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum. Eitt er að minnsta kosti víst. Ef enginn er við stýrið, þá mun þetta ekki enda vel.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun