Enginn við stýrið Hörður Ægisson skrifar 20. júlí 2018 10:00 Lífeyrissjóðirnir hafa leikið lykilhlutverk í endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar sem þurrkaðist nánast út við fjármálahrunið. Eftir að hafa fyrst komið að fjárhagslegri endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins urðu þeir einnig langsamlega fyrirferðarmestu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði. Þær ástæður eru vel þekktar. Fjármagnshöft og skortur á einkafjárfestum réðu hvað mestu um en sjóðirnir eiga samanlagt liðlega helming í öllum félögum í Kauphöllinni. Þótt þær fjárfestingar hafi, þegar á heildina er litið, skilað lífeyrissjóðunum ágætri ávöxtun, þá eru nú blikur á lofti. Vaxandi erlend samkeppni ásamt gríðarmiklum launakostnaði kallar á rekstrarlega endurskipulagningu hjá mörgum fyrirtækjum. Staðan hjá Icelandair, þar sem hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur aukist ört og er umtalsvert meira en meðal helstu keppinauta, er ekkert einsdæmi. Fyrir lífeyrissjóðina, sem vita oft og tíðum ekki hvort þeir eigi að vera virkir eða óvirkir hluthafar, er þetta ný staða sem mun reyna mjög á getu og ábyrgð þeirra sem stærstu eigenda flestra skráðra félaga. Meira af því sama, þar sem lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum ekki nægjanlega mikið aðhald, er ekki í boði. Afleiðingin hefur verið sú að mörg félög eru án virkra eigenda, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, sem tryggja að stjórnendur séu látnir gjalda þess þegar reksturinn stendur ekki undir væntingum. Við núverandi aðstæður hefur sjaldnast verið brýnna að vinda ofan þessari þróun. Til þess að af því verði þurfa hins vegar einkafjárfestar, ásamt erlendum fjárfestingarsjóðum, að gera sig meira gildandi á markaði en hlutabréfaeign þeirra nemur undir 20 prósentum af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Það er of lítið. Það skiptir sköpum, eigi að takast að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað, að það náist eðlilegra jafnvægi á milli stærstu stofnanafjárfesta landsins og einkafjárfesta. Svo er alls ekki um þessar mundir þótt ástæða sé til að ætla að það breytist á komandi árum, eins og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip gefa mögulega fyrirheit um. Lítil umsvif einkafjárfesta endurspeglast vitaskuld í samsetningu stjórna fyrirtækja. Þannig eiga aðeins sextán af áttatíu stjórnarmönnum félaga í Kauphöllinni yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Meirihluti stjórnarmanna – alls 45 talsins – á aftur á móti engan hlut. Þetta er ekki æskileg staða. Í alltof langan tíma, þegar rekstraraðstæður voru minna krefjandi, hafa of mörg félög komist upp með að vera í reynd nánast eigendalaus. Sá tími er liðinn. Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum. Eitt er að minnsta kosti víst. Ef enginn er við stýrið, þá mun þetta ekki enda vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir hafa leikið lykilhlutverk í endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar sem þurrkaðist nánast út við fjármálahrunið. Eftir að hafa fyrst komið að fjárhagslegri endurskipulagningu margra stærstu fyrirtækja landsins urðu þeir einnig langsamlega fyrirferðarmestu fjárfestarnir á hlutabréfamarkaði. Þær ástæður eru vel þekktar. Fjármagnshöft og skortur á einkafjárfestum réðu hvað mestu um en sjóðirnir eiga samanlagt liðlega helming í öllum félögum í Kauphöllinni. Þótt þær fjárfestingar hafi, þegar á heildina er litið, skilað lífeyrissjóðunum ágætri ávöxtun, þá eru nú blikur á lofti. Vaxandi erlend samkeppni ásamt gríðarmiklum launakostnaði kallar á rekstrarlega endurskipulagningu hjá mörgum fyrirtækjum. Staðan hjá Icelandair, þar sem hlutfall launakostnaðar af tekjum hefur aukist ört og er umtalsvert meira en meðal helstu keppinauta, er ekkert einsdæmi. Fyrir lífeyrissjóðina, sem vita oft og tíðum ekki hvort þeir eigi að vera virkir eða óvirkir hluthafar, er þetta ný staða sem mun reyna mjög á getu og ábyrgð þeirra sem stærstu eigenda flestra skráðra félaga. Meira af því sama, þar sem lífeyrissjóðirnir veita stjórnendum ekki nægjanlega mikið aðhald, er ekki í boði. Afleiðingin hefur verið sú að mörg félög eru án virkra eigenda, með skýra sýn á hverju þurfi að breyta og hvað bæta, sem tryggja að stjórnendur séu látnir gjalda þess þegar reksturinn stendur ekki undir væntingum. Við núverandi aðstæður hefur sjaldnast verið brýnna að vinda ofan þessari þróun. Til þess að af því verði þurfa hins vegar einkafjárfestar, ásamt erlendum fjárfestingarsjóðum, að gera sig meira gildandi á markaði en hlutabréfaeign þeirra nemur undir 20 prósentum af markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja. Það er of lítið. Það skiptir sköpum, eigi að takast að byggja upp heilbrigðan og skilvirkan hlutabréfamarkað, að það náist eðlilegra jafnvægi á milli stærstu stofnanafjárfesta landsins og einkafjárfesta. Svo er alls ekki um þessar mundir þótt ástæða sé til að ætla að það breytist á komandi árum, eins og kaup Samherja á fjórðungshlut í Eimskip gefa mögulega fyrirheit um. Lítil umsvif einkafjárfesta endurspeglast vitaskuld í samsetningu stjórna fyrirtækja. Þannig eiga aðeins sextán af áttatíu stjórnarmönnum félaga í Kauphöllinni yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Meirihluti stjórnarmanna – alls 45 talsins – á aftur á móti engan hlut. Þetta er ekki æskileg staða. Í alltof langan tíma, þegar rekstraraðstæður voru minna krefjandi, hafa of mörg félög komist upp með að vera í reynd nánast eigendalaus. Sá tími er liðinn. Lífeyrissjóðirnir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að leggja sitt af mörkum til að knýja á um nauðsynlegar breytingar, sem hljóta að felast meðal annars í sársaukafullum hagræðingaraðgerðum hjá ýmsum fyrirtækjum, eða eftirláta það verkefni öðrum fjárfestum. Eitt er að minnsta kosti víst. Ef enginn er við stýrið, þá mun þetta ekki enda vel.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun