Formaður SÍF líkir kynjafræðikennslu við marxísk fræði Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2018 11:12 Davíð Snær Jónsson hefur verið duglegur að skrifa pistla síðan hann tók við embætti formanns SÍF. Hans nýjasti pistill hefur vakið töluverða athygli. Aðsend Skoðanapistill sem skrifaður var af Davíð Snæ Jónssyni, formanni Sambands íslenskra framhaldsskólanema, hefur vakið mikil viðbrögð eftir birtingu hans og hafa forverar hans hjá SÍF gagnrýnt hann opinberlega fyrir pistilinn. Pistillinn ber heitið „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og beinir Davíð spjótum sínum að kynjafræðikennslu í framhaldsskólum landsins. Í pistlinum segir hann vera háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilji pólitíska innrætingu í kennslustofuna og bætir svo við: „Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði.“Talar gegn opinberri stefnu sambandsins sem hann er í forsvari fyrir Á sambandsstjórnarfundi SÍF í mars síðastliðnum var unnin ályktun í samráði við fulltrúa framhaldsskólanema af öllu landinu og er hún birt undir nafni Davíðs á heimasíðu SÍF. Í ályktuninni segir:„Á tímum þegar framhaldsskólanemar deila persónulegum og oft á tíðum afar erfiðum reynslusögum í tengslum við samfélagsmiðlabyltingar líkt og #freethenipple, #METOO og #sjúkást, kalla framhaldsskólanemar eftir því að ráðherra mennta- og menningarmála bregðist við með því að auka fræðslu og umræðu innan skólakerfisins, í þeirri von um að draga megi úr kynbundnu ofbeldi, mismunun og fordómum.“ Þá segir einnig í ályktuninni að framhaldsskólanemar krefjist þess að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins, bæði til stúdentsprófs sem og í öllu iðn- og verknámi.Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir var formaður SÍF 2016-2017.FacebookFyrrum formenn og núverandi stjórnarmenn ósáttir við skrifin Davíð birti pistilinn á Twitter-síðu sinni í gær eftir að hann birtist á vefmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Mikill fjöldi fólks furðaði sig á skrifum hans og bentu á að hann væri að tala gegn ályktun sem unnin hafi verið af fulltrúum á sambandsþingi SÍF. Þá hafa fyrrum formenn sambandsins gagnrýnt skrif Davíðs opinberlega og segja hann vera að misnota embætti sitt innan SÍF til að koma sínum persónulegu skoðunum á framfæri. Stefna SÍF sem snýr að kynjafræðikennslu hafi alltaf verið skýr, og lýsir Eva Brá Önnudóttir, fyrrum formaður SÍF, yfir vonbrigðum með pistilinn.Èg er mjög leið að sjá einhvern dúdda í formannsstöðu í sambandi sem èg eyddi árum af lífi mínu í að byggja upp vanvirða stöðuna með þessum hætti. SÍF var ekki byggt upp fyrir einhvern einn gaur til að nýta sèr það til að koma eigin persónulegu skoðunum á framfæri. https://t.co/7D5aYHcVXj — Eva Brá Önnudóttir (@eva_bra) 19 July 2018 Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, fyrrverandi formaður sambandsins, segir í samtali við Vísi að Davíð sjálfur hafi átt stóran þátt í að móta stefnuna sem um ræðir og hafi hún verið samþykkt á sama þingi og Davíð var kjörinn formaður. „Stefna sambandsins sem [Davíð] átti hlut í að móta og var samþykkt daginn sem hann var kjörinn talar bæði fyrir því að efla eigi lýðræðisvitund nemenda með lýðræðisfræðslu og að vinna eigi markvisst að því að reyna fá kynjafræði innleidda sem skyldufag í framhaldsskólum landsins. Það er mjög sorglegt að sjá formann sambandsins skrifa greinar í nafni formanns SÍF án fulls samþykkis núverandi stjórnar.“, segir Adda. Hún segir það vera greinilegt að skrifin hafi verið birt án samþykkis stjórnarinnar sem eigi ekki að líðast. Það hafi verið rætt innan sambandsins að allar greinar sem ritaðar eru undir formerkjum SÍF verði að vera samþykktar af stjórn.Stjórnarmenn fá lítinn sem engan fyrirvara til að koma með athugasemdir Stjórnarmaður í núverandi stjórn SÍF segir í samtali við Vísi að pistillinn hafi ekki lagst vel í stjórnarmenn og þau finni fyrir óánægju í kjölfar birtingarinnar og mikil umræða hafi skapast í kjölfarið. Þetta hafi verið stefna sem hafi verið samþykkt án mótmæla. Þá segir stjórnarmeðlimur Davíð alltaf senda pistla sína á stjórnarmeðlimi á sama tíma og þeir eru sendir á fjölmiðla, sem veiti samstarfsmönnum hans lítið svigrúm til að koma með athugasemdir þar sem þeir hafa þegar verið sendir í birtingu.Sagður láta flokkspólitískar skoðanir sínar í ljós í skrifunum Meðfram starfi sínu hjá SÍF hefur Davíð setið í stjórn SUS og gegnt varaformannsembætti hjá Tý, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann gaf kost á sér í allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta landsfundi flokksins og segir í kynningarefni sínu að hann starfi í umboði allra framhaldsskólanema á Íslandi. „Ég starfa í umboði allra framhaldsskólanema á Íslandi sem formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, í því starfi hef ég verið virkur í greinaskrifum, komið fram á opinberum vettvangi þar sem ég hef talað fyrir máli framhaldsskólanema og gætt þeirra hagsmuna.“ Í svari til Davíðs á Twitter er bent á þessa staðreynd og hann sagður misnota vald sitt með því að skrifa pistla sem samræmast aðeins hans persónulegu skoðunum en ekki sambandsins sem hann talar fyrir. Minn kæri Davíð, þetta er nákvæmlega það sem ég benti þér á þegar þú varst kjörinn. Þér virðist algjörlega mistakast að skilja þínar eigin skoðanir og tilfinningar frá starfi þínu sem formaður. Ég bað þig um að endurskoða þá ákvörðun að sinna flokkspólitísku starfi utan SÍF. 1/2 — Arnór Ben (@arnorben) 20 July 2018 Þér fannst það fáránlegt á þeim tíma. En þetta er grunnurinn, þegar stefna félagsins er sett fram og um hana kosið þá getur þú sem formaður SÍF ekki haldið áfram að skrifa undir pistla sem ekki samræmast þeirri stefnu. Það er einfaldlega misbeiting valds og ólýðræðislegt. 2/2 — Arnór Ben (@arnorben) 20 July 2018Segir það nauðsynlegt og lærdómsríkt að gagnrýna og endurskoða stefnu SÍF Davíð segir í samtali við Vísi að hann hafi tekið að sér fundarstjórn á sambandsstjórnarfundum og því ekki mótmælt þegar kemur að stefnumótun SÍF. Hann segir athugasemdir fyrri formanna eiga rétt á sér, en pistillinn endurspegli aðeins skoðun hans á því hvort eigi að gera kynjafræði að skyldufagi í framhaldsskólum. „Á sambandsstjórnarfundum félagsins hef ég tekið að mér fundarstjórnun og því ekki beitt mótmælum í stefnumótun sambandsstjórnar. Athugasemdir fyrri formanna og annara gagnrýnanda eiga fullan rétt á sér og tek ég þeim fagnandi, mér finnst það vera uppbyggilegt að fá gagnrýni og eiga málefnalega umræðu, en umræðan mætti þó vera málefnalegri stundum. En ég get ekki sagt að þessi gagnrýni hafi mikil áhrif á mig. Að gagnrýna og endurskoða stefnu félagsins er ekki einungis nauðsynlegt og krefjandi, heldur líka lærdómsríkt. Þó það kosti það að synda á móti straumnum og hljóta gagnrýni fyrir. Þetta er ekki pólitísk skoðun í mínum augum, heldur skoðun á því hvort gera eigi kynjafræði að skyldufagi í framhaldsskólum.“ Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira
Skoðanapistill sem skrifaður var af Davíð Snæ Jónssyni, formanni Sambands íslenskra framhaldsskólanema, hefur vakið mikil viðbrögð eftir birtingu hans og hafa forverar hans hjá SÍF gagnrýnt hann opinberlega fyrir pistilinn. Pistillinn ber heitið „Pólitísk slagsíða í kennslustofunni“ og beinir Davíð spjótum sínum að kynjafræðikennslu í framhaldsskólum landsins. Í pistlinum segir hann vera háværar raddir innan þjóðfélagsins sem vilji pólitíska innrætingu í kennslustofuna og bætir svo við: „Því kynjafræði er eins og marxísku fræðin, pólitísk hugmyndafræði.“Talar gegn opinberri stefnu sambandsins sem hann er í forsvari fyrir Á sambandsstjórnarfundi SÍF í mars síðastliðnum var unnin ályktun í samráði við fulltrúa framhaldsskólanema af öllu landinu og er hún birt undir nafni Davíðs á heimasíðu SÍF. Í ályktuninni segir:„Á tímum þegar framhaldsskólanemar deila persónulegum og oft á tíðum afar erfiðum reynslusögum í tengslum við samfélagsmiðlabyltingar líkt og #freethenipple, #METOO og #sjúkást, kalla framhaldsskólanemar eftir því að ráðherra mennta- og menningarmála bregðist við með því að auka fræðslu og umræðu innan skólakerfisins, í þeirri von um að draga megi úr kynbundnu ofbeldi, mismunun og fordómum.“ Þá segir einnig í ályktuninni að framhaldsskólanemar krefjist þess að kynjafræði verði gerð að skyldufagi í öllum framhaldsskólum landsins, bæði til stúdentsprófs sem og í öllu iðn- og verknámi.Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir var formaður SÍF 2016-2017.FacebookFyrrum formenn og núverandi stjórnarmenn ósáttir við skrifin Davíð birti pistilinn á Twitter-síðu sinni í gær eftir að hann birtist á vefmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Mikill fjöldi fólks furðaði sig á skrifum hans og bentu á að hann væri að tala gegn ályktun sem unnin hafi verið af fulltrúum á sambandsþingi SÍF. Þá hafa fyrrum formenn sambandsins gagnrýnt skrif Davíðs opinberlega og segja hann vera að misnota embætti sitt innan SÍF til að koma sínum persónulegu skoðunum á framfæri. Stefna SÍF sem snýr að kynjafræðikennslu hafi alltaf verið skýr, og lýsir Eva Brá Önnudóttir, fyrrum formaður SÍF, yfir vonbrigðum með pistilinn.Èg er mjög leið að sjá einhvern dúdda í formannsstöðu í sambandi sem èg eyddi árum af lífi mínu í að byggja upp vanvirða stöðuna með þessum hætti. SÍF var ekki byggt upp fyrir einhvern einn gaur til að nýta sèr það til að koma eigin persónulegu skoðunum á framfæri. https://t.co/7D5aYHcVXj — Eva Brá Önnudóttir (@eva_bra) 19 July 2018 Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, fyrrverandi formaður sambandsins, segir í samtali við Vísi að Davíð sjálfur hafi átt stóran þátt í að móta stefnuna sem um ræðir og hafi hún verið samþykkt á sama þingi og Davíð var kjörinn formaður. „Stefna sambandsins sem [Davíð] átti hlut í að móta og var samþykkt daginn sem hann var kjörinn talar bæði fyrir því að efla eigi lýðræðisvitund nemenda með lýðræðisfræðslu og að vinna eigi markvisst að því að reyna fá kynjafræði innleidda sem skyldufag í framhaldsskólum landsins. Það er mjög sorglegt að sjá formann sambandsins skrifa greinar í nafni formanns SÍF án fulls samþykkis núverandi stjórnar.“, segir Adda. Hún segir það vera greinilegt að skrifin hafi verið birt án samþykkis stjórnarinnar sem eigi ekki að líðast. Það hafi verið rætt innan sambandsins að allar greinar sem ritaðar eru undir formerkjum SÍF verði að vera samþykktar af stjórn.Stjórnarmenn fá lítinn sem engan fyrirvara til að koma með athugasemdir Stjórnarmaður í núverandi stjórn SÍF segir í samtali við Vísi að pistillinn hafi ekki lagst vel í stjórnarmenn og þau finni fyrir óánægju í kjölfar birtingarinnar og mikil umræða hafi skapast í kjölfarið. Þetta hafi verið stefna sem hafi verið samþykkt án mótmæla. Þá segir stjórnarmeðlimur Davíð alltaf senda pistla sína á stjórnarmeðlimi á sama tíma og þeir eru sendir á fjölmiðla, sem veiti samstarfsmönnum hans lítið svigrúm til að koma með athugasemdir þar sem þeir hafa þegar verið sendir í birtingu.Sagður láta flokkspólitískar skoðanir sínar í ljós í skrifunum Meðfram starfi sínu hjá SÍF hefur Davíð setið í stjórn SUS og gegnt varaformannsembætti hjá Tý, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Kópavogi. Hann gaf kost á sér í allsherjar- og menntamálanefnd á síðasta landsfundi flokksins og segir í kynningarefni sínu að hann starfi í umboði allra framhaldsskólanema á Íslandi. „Ég starfa í umboði allra framhaldsskólanema á Íslandi sem formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, í því starfi hef ég verið virkur í greinaskrifum, komið fram á opinberum vettvangi þar sem ég hef talað fyrir máli framhaldsskólanema og gætt þeirra hagsmuna.“ Í svari til Davíðs á Twitter er bent á þessa staðreynd og hann sagður misnota vald sitt með því að skrifa pistla sem samræmast aðeins hans persónulegu skoðunum en ekki sambandsins sem hann talar fyrir. Minn kæri Davíð, þetta er nákvæmlega það sem ég benti þér á þegar þú varst kjörinn. Þér virðist algjörlega mistakast að skilja þínar eigin skoðanir og tilfinningar frá starfi þínu sem formaður. Ég bað þig um að endurskoða þá ákvörðun að sinna flokkspólitísku starfi utan SÍF. 1/2 — Arnór Ben (@arnorben) 20 July 2018 Þér fannst það fáránlegt á þeim tíma. En þetta er grunnurinn, þegar stefna félagsins er sett fram og um hana kosið þá getur þú sem formaður SÍF ekki haldið áfram að skrifa undir pistla sem ekki samræmast þeirri stefnu. Það er einfaldlega misbeiting valds og ólýðræðislegt. 2/2 — Arnór Ben (@arnorben) 20 July 2018Segir það nauðsynlegt og lærdómsríkt að gagnrýna og endurskoða stefnu SÍF Davíð segir í samtali við Vísi að hann hafi tekið að sér fundarstjórn á sambandsstjórnarfundum og því ekki mótmælt þegar kemur að stefnumótun SÍF. Hann segir athugasemdir fyrri formanna eiga rétt á sér, en pistillinn endurspegli aðeins skoðun hans á því hvort eigi að gera kynjafræði að skyldufagi í framhaldsskólum. „Á sambandsstjórnarfundum félagsins hef ég tekið að mér fundarstjórnun og því ekki beitt mótmælum í stefnumótun sambandsstjórnar. Athugasemdir fyrri formanna og annara gagnrýnanda eiga fullan rétt á sér og tek ég þeim fagnandi, mér finnst það vera uppbyggilegt að fá gagnrýni og eiga málefnalega umræðu, en umræðan mætti þó vera málefnalegri stundum. En ég get ekki sagt að þessi gagnrýni hafi mikil áhrif á mig. Að gagnrýna og endurskoða stefnu félagsins er ekki einungis nauðsynlegt og krefjandi, heldur líka lærdómsríkt. Þó það kosti það að synda á móti straumnum og hljóta gagnrýni fyrir. Þetta er ekki pólitísk skoðun í mínum augum, heldur skoðun á því hvort gera eigi kynjafræði að skyldufagi í framhaldsskólum.“
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Dómur kveðinn upp í Gufunesmálinu Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Sjá meira