Einblínt á konur í listum á Extreme Chill Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 11:34 Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill-tónlistarhátíðarinnar. Mynd/Ómar Sverrisson Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í níunda sinn í Reykjavík dagana 6.-9.september 2018. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem haldin er á fjórum stöðum í Reykjavík. Í ár verður einblínt á konur í listum, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill.Hátíðin verður haldin á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Kaldalónssal Hörpu, Gamla Bíó, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jelinek, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus og Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury). Í tilkynningu segir að hátíðin hafi vakið mikla athygli víða um heim og var t.d. valin ein af eftirtektaverðustu tónlistarhátíðum 2012 í breska dagblaðinu The Guardian, „sökum einstakrar tengingar tónlistar og náttúru.“ Passi á hátíðina kostar 8900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis og er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í níunda sinn í Reykjavík dagana 6.-9.september 2018. Fjölmargir listamenn koma fram á hátíðinni sem haldin er á fjórum stöðum í Reykjavík. Í ár verður einblínt á konur í listum, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. „Styrkja þarf kynjahlutfall á öllum sviðum listarinnar að mínu mati þannig að fyllsta jafnræðis sé gætt,“ segir Pan Thorarensen, tónlistarmaður og einn skipuleggjenda Extreme Chill.Hátíðin verður haldin á fjórum mismunandi stöðum í miðborginni: Kaldalónssal Hörpu, Gamla Bíó, skemmtistaðnum Húrra og Fríkirkjunni í Reykjavík, ásamt nokkrum minni stöðum til viðbótar sem auglýstir verða síðar. Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni sem verður með enn stærra sniði en áður. Á meðal þeirra sem troða upp eru Jan Jelinek, Bára Gísladóttir, Banco De Gaia, Dj Flugvél og Geimskip, Marsen Jules, Ragnhild May, Astrid Sonne, Andrew Heath, Sillus og Mankan (Kippi Kaninus & Tom Manoury). Í tilkynningu segir að hátíðin hafi vakið mikla athygli víða um heim og var t.d. valin ein af eftirtektaverðustu tónlistarhátíðum 2012 í breska dagblaðinu The Guardian, „sökum einstakrar tengingar tónlistar og náttúru.“ Passi á hátíðina kostar 8900 krónur fyrir alla fjóra dagana og fer miðasala fram á midi.is. Extreme Chill hefur verið haldin bæði í Berlín og víða um land. Hátíðin hefur einnig verið í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hérlendis og erlendis og er nú partur af nýju verkefni sem kallast Up node Network. Um er að ræða norrænt samstarf á milli allra helstu raftónlistarhátíða Norðurlanda.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp