Sumarfrí og sjúkdómahætta tefja heysölu til Norðmanna í neyð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:20 Staðan er grafalvarleg í Noregi vegna þurrka. Skera verður niður í kúastofninum takist ekki að útvega hey í tæka tíð. Stefán Karlsson Íslenskir bændur hafa sýnt mikinn áhuga á því að selja hey til frænda sinna í Noregi en eftirspurnin þar í landi eftir íslensku heyi er gríðarleg vegna mikilla þurrka. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, hefur ásamt starfsfólki unnið að því að undanförnu að meta áhuga íslenskra bænda á því að flytja út hey. Miðstöðin hefur borið sig eftir því að tengja saman íslenska og norska bændur. Karvel segir að fjöldi íslenskra bænda hafi lýst yfir áhuga sínum á því að selja enda hafi heyjað vel fyrir norðan og austan. Þá hafi fyrningar verið miklar og víða nóg til af heyi. Karvel segir að eftirspurn og þörf norskra bænda sé þó töluvert umfram það sem íslenskir bændur gætu nokkurn tímann annað. Þrátt fyrir að íslenskir bændur hafi í áraraðir flutt út hey til Færeyja og annarra landa verði viðskiptin á allt öðrum og stærri skala ef af útflutningi til Noregs verður, slíkur sé uppskerubresturinn þar í landi. Hann segir málið á frumstigi og að verið sé að meta umfangið.Matvælastofnun fundaði með norskum yfirvöldum á mánudaginn.Fréttablaðið/Anton BrinkSumarleyfi og heilbrigðiskröfur ekki til að flýta fyrir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar, segir stofnunina hafi átt fund með norskum yfirvöldum síðastliðinn mánudag. Stofnunin hafi fengið beiðni um frekari upplýsingar sem verið sé að koma áleiðis. „Það er náttúrulega sumarleyfistími á Íslandi og margir af okkar sérfræðingum ekki við og stofnanir lokaðar og annað þess háttar,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Aðspurður hvort neyðarástand ríki hjá norskum bændum segir hann svo vera miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða skilyrði heyið þarf að uppfylla til þess að af útflutningnum geti orðið.Það þarf að gæta að ýmsu?„Já, það þarf að gæta að dýrasjúkdómum, plöntusjúkdómum, plöntutegundum og ýmsu þess háttar,“ segir Þorvaldur sem vildi ekki segja til um það hversu langan tíma ferlið tæki.Sindri segir að ástandið í Noregi sé mikið áhyggjuefni.Stefán KarlssonErfið staða í Skandinvíu Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það sé ekki aðeins í Noregi sem neyðarástand ríki hjá bændum. Hann hafi verið í sambandi við Norrænu bændasamtökin og viti því að staðan sé mjög erfið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni og það væri ákaflega gott ef við getum orðið að liði,“ segir Sindri. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Marit Fougnar, umboðsmaður norskra bænda í heykaupum að vegna þurrkanna sé afrakstur þess sem sáð var í maí mjög lítill og uppskeran rýr. Nú blasi við að skera þurfi niður í kúastofninum í Noregi takist ekki að útvega hey annars staðar frá. „Við viljum kaupa allt það hey sem við getum fengið því það er mikil krísa í Noregi. Að öðrum kosti þurfa norskir bændur að slátra stórum hluta bústofnsins. Við vitum að það tekur 4-5 ár að koma upp góðri mjólkurkú og því mun ríkja neyðarástand í Noregi í haust þegar við missum fjöldann allan af mjólkurkúm.“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan. Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00 Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Íslenskir bændur hafa sýnt mikinn áhuga á því að selja hey til frænda sinna í Noregi en eftirspurnin þar í landi eftir íslensku heyi er gríðarleg vegna mikilla þurrka. Karvel Karvelsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, hefur ásamt starfsfólki unnið að því að undanförnu að meta áhuga íslenskra bænda á því að flytja út hey. Miðstöðin hefur borið sig eftir því að tengja saman íslenska og norska bændur. Karvel segir að fjöldi íslenskra bænda hafi lýst yfir áhuga sínum á því að selja enda hafi heyjað vel fyrir norðan og austan. Þá hafi fyrningar verið miklar og víða nóg til af heyi. Karvel segir að eftirspurn og þörf norskra bænda sé þó töluvert umfram það sem íslenskir bændur gætu nokkurn tímann annað. Þrátt fyrir að íslenskir bændur hafi í áraraðir flutt út hey til Færeyja og annarra landa verði viðskiptin á allt öðrum og stærri skala ef af útflutningi til Noregs verður, slíkur sé uppskerubresturinn þar í landi. Hann segir málið á frumstigi og að verið sé að meta umfangið.Matvælastofnun fundaði með norskum yfirvöldum á mánudaginn.Fréttablaðið/Anton BrinkSumarleyfi og heilbrigðiskröfur ekki til að flýta fyrir Þorvaldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Matvælastofnunar, segir stofnunina hafi átt fund með norskum yfirvöldum síðastliðinn mánudag. Stofnunin hafi fengið beiðni um frekari upplýsingar sem verið sé að koma áleiðis. „Það er náttúrulega sumarleyfistími á Íslandi og margir af okkar sérfræðingum ekki við og stofnanir lokaðar og annað þess háttar,“ segir Þorvaldur um stöðuna. Aðspurður hvort neyðarástand ríki hjá norskum bændum segir hann svo vera miðað við þær upplýsingar sem hann hafi fengið. Matvælastofnun hefur óskað eftir upplýsingum um hvaða skilyrði heyið þarf að uppfylla til þess að af útflutningnum geti orðið.Það þarf að gæta að ýmsu?„Já, það þarf að gæta að dýrasjúkdómum, plöntusjúkdómum, plöntutegundum og ýmsu þess háttar,“ segir Þorvaldur sem vildi ekki segja til um það hversu langan tíma ferlið tæki.Sindri segir að ástandið í Noregi sé mikið áhyggjuefni.Stefán KarlssonErfið staða í Skandinvíu Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það sé ekki aðeins í Noregi sem neyðarástand ríki hjá bændum. Hann hafi verið í sambandi við Norrænu bændasamtökin og viti því að staðan sé mjög erfið í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. „Þetta er mikið áhyggjuefni og það væri ákaflega gott ef við getum orðið að liði,“ segir Sindri. Í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í gær sagði Marit Fougnar, umboðsmaður norskra bænda í heykaupum að vegna þurrkanna sé afrakstur þess sem sáð var í maí mjög lítill og uppskeran rýr. Nú blasi við að skera þurfi niður í kúastofninum í Noregi takist ekki að útvega hey annars staðar frá. „Við viljum kaupa allt það hey sem við getum fengið því það er mikil krísa í Noregi. Að öðrum kosti þurfa norskir bændur að slátra stórum hluta bústofnsins. Við vitum að það tekur 4-5 ár að koma upp góðri mjólkurkú og því mun ríkja neyðarástand í Noregi í haust þegar við missum fjöldann allan af mjólkurkúm.“Frétt Stöðvar 2 frá í gær má sjá hér að neðan.
Færeyjar Landbúnaður Tengdar fréttir Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00 Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Uppskerubrestur hefur orðið á Norðurlöndunum vegna úrkomuleysis. Bændur í Noregi sjá fram á að þurfa að skera niður bústofninn ef ekki tekur brátt að rigna. Möguleg heymiðlun í skoðun, segir formaður Bændasamtaka Íslands. 13. júlí 2018 06:00
Algjör uppskerubrestur blasir við Norðmönnum sem vilja kaupa hey af Íslendingum Miklir sumarhitar og þurrkur og þarf að skera niður kúastofninn takist ekki að útvega hey. 19. júlí 2018 20:11