Krefst þess að Steingrímur leiðrétti ummæli sín Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júlí 2018 12:47 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur reynt að ná sínum sjónarmiðum fram í dönskum fjölmiðlum. Vísir/Hanna Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir. Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gekk út af hátíðarþingfundi á Þingvöllum þegar Pia Kjærsgaard, forseti danska þjóðþingsins, hóf af flytja erindi sitt, fer fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, leiðrétti ummæli sín. Steingrímur sendi í gær frá sér fréttatilkynningu varðandi þau miklu viðbrögð sem heimsókn og þátttaka Piu í hátíðarfundinum hafa vakið. Í tilkynningunni segist hann harma það að heimsókn Piu hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin. Hann segist trúa því að það sé minnihlutasjónarmið „að viðeigandi sé að sýna danska þingforsetanum óvirðingu þegar hann sækir okkur heim og kemur fram fyrir hönd danska þjóðþingsins og dönsku þjóðarinnar.“ Sjá nánar frétt Vísis um viðbrögð Steingríms. Helga Vala segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni að Steingrímur hafi kosið að hafa rangt við í fréttatilkynningu og í sérstöku sendibréfi hans til Piu. „Steingrími, sem og öllum þeim sem fylgst hafa með umræðunni síðustu daga er ljóst að mótmæli mín sneru ekki að henni sem fulltrúa danskrar þjóðar heldur hennar framgöngu og hatursorðræðu gagnvart útlendingum og flóttamönnum,“ segir Helga Vala sem tekur fram að hún telji Steingrím hafa vísvitandi haldið fram rangfærslum. „Með rangfærslum sínum hefur Steingrímur þannig kosið að stilla upp þeirri sviðsmynd að þau okkar sem mótmælum hatursorðræðu og stöndum með mannréttindum allra séum með því að kasta rýrð á danska þjóð. Svo er alls ekki og get ég ekki annað en krafist þess að hann leiðrétti þessi ummæli sín án tafar“. Helga Vala segist hafa, síðan tilkynningin var gefin út, reynt að leiðrétta ummæli Steingríms í dönskum fjölmiðlum. „Ég er þakklát fyrir allar þær fjölmörgu kveðjur sem ég hef fengið frá dönskum borgurum á síðustu sólarhringum. Það er ljóst á þeim kveðjum að rétt eins og hér aðhyllast Danir mannréttindi og jöfnuð nú sem fyrr.“Fréttastofa hefur ekki náð tali af Steingrími í dag þrátt fyrir tilraunir.
Alþingi Tengdar fréttir „Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Harmar að heimsókn danska þingforsetans hafi verið notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tjáir sig um hátíðarþingfundinn sem haldinn var í gær. 19. júlí 2018 12:50
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56