Ævintýri ferðabarnfóstrunnar Alexöndru „enn þá betra en draumur“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 17:00 Alexandra heimsótti 38 lönd á ferðalagi sínu með Tillotson-fjölskyldunni. Mynd/Samsett Alexandra Kristjánsdóttir er nýkomin heim eftir heimsreisu með fimm manna bandarískri fjölskyldu. Alexandra gegndi starfi barnfóstru fjölskyldunnar í tæpt ár og segir ferðalagið hafa verið draumi líkast. Ævintýrið hófst fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan þegar Alexandra slóst í för með hinni bandarísku Tillotson-fjölskyldu á ferð hennar um heiminn. Alexandra var valin úr hópi 24 þúsund umsækjenda sem sótt höfðu um starf barnfóstru fjölskyldunnar.Fimm á flugi með þúsundir fylgjenda Tillotson-hjónin, Derek og Kenzie, og börn þeirra þrjú, Porter, Beckett og Wren, öðluðust heimsfrægð á Internetinu er þau seldu húsið sitt í Utah og héldu í heimsreisu. Fjölskyldan heldur úti Instagram-reikningi og heimasíðu undir heitinu Five Take Flight, eða Fimm á flugi, og hafa sankað að sér fylgjendum í þúsundatali. Þá voru fréttir einnig fluttar af gríðarlegum fjölda umsókna um barnfóstrustöðuna í erlendum miðlum á sínum tíma.Who’s your travel buddy? Best friends show you the world... and Japan . . #FiveTakeFlight @wrenaround @alaalexandra #Akiharaba #Tokyo #Japan #TravelWithKids #TravelFamily #FamilyTravel #FamilyVlog #TravelVlog #TravelBaby #TravelNanny A post shared by Five Take Flight (@fivetakeflight) on May 31, 2018 at 6:05am PDTErfitt að segja bless við börnin Alexandra segir í samtali við Vísi að hún hafi haldið út til fjölskyldunnar í lok ágúst í fyrra. Hún gegndi ekki aðeins starfi barnfóstru heldur kenndi hún eldri börnunum tveimur ýmsar námsgreinar. Eftir ellefu mánaða samfylgd sneri Alexandra heim til Bretlands nú í júlí, þar sem hún hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin níu ár. „Það er mjög skrýtið að vera komin heim. Skrýtið að sjá hvað hefur margt breyst þegar maður sjálfur hefur breyst svona mikið. Maður fær svona nýja sýn á hlutina,“ segir Alexandra. „Það var líka svo erfitt að segja bless, við börnin og fjölskylduna. Þetta er svona það næsta sem maður kemst því að vera mamma án þess að vera mamma,“ bætir hún við.Alexandra með Porter og Beckett við Mont Blanc á Ítalíu.Mynd/AðsendEinkaeyja, trjáhús og paradís Alexandra heimsótti 38 lönd á ferð sinni með Tillotson-fjölskyldunni. Þau komu við í fjölmörgum löndum í Evrópu, heimsóttu Afríkuríkin Marokkó og Suður-Afríku og héldu svo til Asíu. Þar lá leiðin í gegnum Tæland, Kambódíu, Kína, Víetnam og Japan. Þá fóru þau einnig til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji-eyja og Vanúatú. Alexandra segir hápunkt ferðalagsins hafa verið vika á Salómonseyjum, eyjaklasa norðaustan af Ástralíu. „Við vorum á einkaeyju og ég gisti í trjáhúsi, þetta var algjör paradís. Það voru kóralrif þarna rétt hjá og maður var bara í vatninu alla daga, þetta var alveg magnað,“ segir Alexandra. „Ég áttaði mig á því þessa viku að ég var að upplifa eitthvað enn þá betra en drauminn minn. Við vorum ein á þessari eyju, það var ekkert Internet og rafmagnið kom á tvo klukkutíma á dag.“Á Fiji-eyjum í góðra vina hópi.Mynd/AðsendBíltúr um Ísland næst á dagskrá Þó að Alexandra hafi búið bróðurpart síðustu ára á Bretlandi lítur hún enn á Ísland sem heimaslóðir sínar. Nú leitar hugurinn heim og hyggur hún á leiðangur um landið á næstunni. „Núna þegar ég er búin að sjá allan heiminn langar mig að sjá Ísland. Þannig að núna er ég að koma heim og ætla að fara hringinn í kringum landið með vinkonu minni,“ segir Alexandra. „Og svo vil ég hvetja sem flesta að láta drauma sína rætast. Það er svo ótrúlegt hvað það tekur mann langt, að þora að taka skrefið, þora að sækja um, þora að halda áfram.“ Ferðalög Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Alexandra Kristjánsdóttir er nýkomin heim eftir heimsreisu með fimm manna bandarískri fjölskyldu. Alexandra gegndi starfi barnfóstru fjölskyldunnar í tæpt ár og segir ferðalagið hafa verið draumi líkast. Ævintýrið hófst fyrir rúmum ellefu mánuðum síðan þegar Alexandra slóst í för með hinni bandarísku Tillotson-fjölskyldu á ferð hennar um heiminn. Alexandra var valin úr hópi 24 þúsund umsækjenda sem sótt höfðu um starf barnfóstru fjölskyldunnar.Fimm á flugi með þúsundir fylgjenda Tillotson-hjónin, Derek og Kenzie, og börn þeirra þrjú, Porter, Beckett og Wren, öðluðust heimsfrægð á Internetinu er þau seldu húsið sitt í Utah og héldu í heimsreisu. Fjölskyldan heldur úti Instagram-reikningi og heimasíðu undir heitinu Five Take Flight, eða Fimm á flugi, og hafa sankað að sér fylgjendum í þúsundatali. Þá voru fréttir einnig fluttar af gríðarlegum fjölda umsókna um barnfóstrustöðuna í erlendum miðlum á sínum tíma.Who’s your travel buddy? Best friends show you the world... and Japan . . #FiveTakeFlight @wrenaround @alaalexandra #Akiharaba #Tokyo #Japan #TravelWithKids #TravelFamily #FamilyTravel #FamilyVlog #TravelVlog #TravelBaby #TravelNanny A post shared by Five Take Flight (@fivetakeflight) on May 31, 2018 at 6:05am PDTErfitt að segja bless við börnin Alexandra segir í samtali við Vísi að hún hafi haldið út til fjölskyldunnar í lok ágúst í fyrra. Hún gegndi ekki aðeins starfi barnfóstru heldur kenndi hún eldri börnunum tveimur ýmsar námsgreinar. Eftir ellefu mánaða samfylgd sneri Alexandra heim til Bretlands nú í júlí, þar sem hún hefur búið með fjölskyldu sinni undanfarin níu ár. „Það er mjög skrýtið að vera komin heim. Skrýtið að sjá hvað hefur margt breyst þegar maður sjálfur hefur breyst svona mikið. Maður fær svona nýja sýn á hlutina,“ segir Alexandra. „Það var líka svo erfitt að segja bless, við börnin og fjölskylduna. Þetta er svona það næsta sem maður kemst því að vera mamma án þess að vera mamma,“ bætir hún við.Alexandra með Porter og Beckett við Mont Blanc á Ítalíu.Mynd/AðsendEinkaeyja, trjáhús og paradís Alexandra heimsótti 38 lönd á ferð sinni með Tillotson-fjölskyldunni. Þau komu við í fjölmörgum löndum í Evrópu, heimsóttu Afríkuríkin Marokkó og Suður-Afríku og héldu svo til Asíu. Þar lá leiðin í gegnum Tæland, Kambódíu, Kína, Víetnam og Japan. Þá fóru þau einnig til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji-eyja og Vanúatú. Alexandra segir hápunkt ferðalagsins hafa verið vika á Salómonseyjum, eyjaklasa norðaustan af Ástralíu. „Við vorum á einkaeyju og ég gisti í trjáhúsi, þetta var algjör paradís. Það voru kóralrif þarna rétt hjá og maður var bara í vatninu alla daga, þetta var alveg magnað,“ segir Alexandra. „Ég áttaði mig á því þessa viku að ég var að upplifa eitthvað enn þá betra en drauminn minn. Við vorum ein á þessari eyju, það var ekkert Internet og rafmagnið kom á tvo klukkutíma á dag.“Á Fiji-eyjum í góðra vina hópi.Mynd/AðsendBíltúr um Ísland næst á dagskrá Þó að Alexandra hafi búið bróðurpart síðustu ára á Bretlandi lítur hún enn á Ísland sem heimaslóðir sínar. Nú leitar hugurinn heim og hyggur hún á leiðangur um landið á næstunni. „Núna þegar ég er búin að sjá allan heiminn langar mig að sjá Ísland. Þannig að núna er ég að koma heim og ætla að fara hringinn í kringum landið með vinkonu minni,“ segir Alexandra. „Og svo vil ég hvetja sem flesta að láta drauma sína rætast. Það er svo ótrúlegt hvað það tekur mann langt, að þora að taka skrefið, þora að sækja um, þora að halda áfram.“
Ferðalög Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira