Lögreglan segir að rannsókn málsins hafi leitt í ljós að maðurinn ógnaði að minnsta kosti tveimur mönnum með svo kallaðri pinnabyssu, sem er skammbyssa sem notuð er til að aflífa stórgripi.
Byssuna er hann grunaður um að hafa tekið ófrjálsri hendi í húsi á Svalbarðseyri. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, er einnig grunaður um önnur þjófnaðarbrot og eru þau mál til rannsóknar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum en það skýrist í kvöld.