Engin hætta vegna rafmengunar frá símasendum: Nýlegar mælingar sýna gildi langt undir lágmarks viðmiðum Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. júlí 2018 19:53 Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira