Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. júlí 2018 20:40 Enn fleiri eldar kviknuðu í Svíþjóð í dag þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Íslendingur sem býr í Ljusdal þar sem ástandið er hvað verst segir aðstæður grafalvarlegar og að yfirvöld geri allt til að tryggja öryggi íbúa. Ekkert lát er á skógareldunum sem geisa í Svíþjóð og hafa eldar logað á um fimmtán þúsund hekturum síðasta sólarhringinn. Mikill vindur er á svæðinu og segja heimamenn að eldurinn hafi farið um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Yfirvöld í Svíþjóð hafa fengið aðstoð frá Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum sem nota slökkviflugvélar við slökkvistarf en einnig eru norskir og danskir slökkviliðsmenn á vettvangi. Íslendingur sem búsettur er í Ljusdal segir eldvegginn um fimmtíu kílómetra langan. „Þetta er út úr böndunum,“ segir Óskar Þorkelsson. „Þeir eru að fá fimm þyrlur frá Þýskalandi í dag. Það kemur ein frá Litháen í kvöld og eldveggurinn er eins og frá Árbæ upp í Selfoss.“ Óskar segir bæjarbúa vera vara við þá miklu elda sem brenna í kringum bæinn sér í lagi ef vind leggur yfir bæinn og að síðustu daga hafi mikill reykur verið í bænum. „Þú sefur ekki á næturnar. Það er reykjarlykt og hiti.“ Óskar segir að í Ljusdal sé búið að rýma þrjú til fjögur bæjarfélög. Í morgun brunnu eldar á um 46 stöðum í Svíþjóð en nú síðdegis hafði þeim fjölgað umtalsvert. „Samkvæmt fréttum klukkan fjögur í Svíþjóð voru 68 eldar og tveir nýir sem kviknuðu eftir það. Stóru eldarnir eru vandamál og þeir eru fjórir og það er þar sem allar þyrlurnar og slökkviliðsflugvélarnar eru,“ segir Óskar. Almannavarnir á svæðinu vinna hörðum höndum að því að finna leiðir til að hefta útbreiðslu eldsins og hafa skógarhöggsmenn unnið að því að rjúfa 60 metra breiða trjálínu. „Þessi rigning sem kom í dag. Hún rigndi alls staðar, nema þar sem eldarnir eru. Alveg ótrúlegt.“ Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Enn fleiri eldar kviknuðu í Svíþjóð í dag þar sem skógareldar hafa geisað síðustu daga. Íslendingur sem býr í Ljusdal þar sem ástandið er hvað verst segir aðstæður grafalvarlegar og að yfirvöld geri allt til að tryggja öryggi íbúa. Ekkert lát er á skógareldunum sem geisa í Svíþjóð og hafa eldar logað á um fimmtán þúsund hekturum síðasta sólarhringinn. Mikill vindur er á svæðinu og segja heimamenn að eldurinn hafi farið um tveggja kílómetra leið á miklum hraða. Yfirvöld í Svíþjóð hafa fengið aðstoð frá Frökkum, Ítölum og Þjóðverjum sem nota slökkviflugvélar við slökkvistarf en einnig eru norskir og danskir slökkviliðsmenn á vettvangi. Íslendingur sem búsettur er í Ljusdal segir eldvegginn um fimmtíu kílómetra langan. „Þetta er út úr böndunum,“ segir Óskar Þorkelsson. „Þeir eru að fá fimm þyrlur frá Þýskalandi í dag. Það kemur ein frá Litháen í kvöld og eldveggurinn er eins og frá Árbæ upp í Selfoss.“ Óskar segir bæjarbúa vera vara við þá miklu elda sem brenna í kringum bæinn sér í lagi ef vind leggur yfir bæinn og að síðustu daga hafi mikill reykur verið í bænum. „Þú sefur ekki á næturnar. Það er reykjarlykt og hiti.“ Óskar segir að í Ljusdal sé búið að rýma þrjú til fjögur bæjarfélög. Í morgun brunnu eldar á um 46 stöðum í Svíþjóð en nú síðdegis hafði þeim fjölgað umtalsvert. „Samkvæmt fréttum klukkan fjögur í Svíþjóð voru 68 eldar og tveir nýir sem kviknuðu eftir það. Stóru eldarnir eru vandamál og þeir eru fjórir og það er þar sem allar þyrlurnar og slökkviliðsflugvélarnar eru,“ segir Óskar. Almannavarnir á svæðinu vinna hörðum höndum að því að finna leiðir til að hefta útbreiðslu eldsins og hafa skógarhöggsmenn unnið að því að rjúfa 60 metra breiða trjálínu. „Þessi rigning sem kom í dag. Hún rigndi alls staðar, nema þar sem eldarnir eru. Alveg ótrúlegt.“
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira