Sannfærandi sigur Shogun gæti mögulega tryggt titilbardaga Pétur Marinó Jónsson skrifar 22. júlí 2018 08:00 Vísir/Getty UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18. MMA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
UFC er með bardagakvöld í Hamburg í dag þar sem aðalbardagi kvöldsins gæti óvænt skipað veigamikið hlutverk í léttþungavigtinni. Goðsögnin Mauricio ‘Shogun’ Rua mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins í Hamburg. Hinn 36 ára gamli Shogun hefur óvænt unnið þrjá bardaga í röð. Sigrarnir hafa þó ekki komið gegn neinum heimsmeisturum og ekki er Anthony Smith hátt skrifaður. Þá er Shogun ekki einu sinni á topp 5 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni en hvers vegna er Shogun þá nefndur til sögunnar sem mögulegur áskorandi í léttþungavigtinni? Ríkjandi meistari í þyngdarflokknum er Daniel Cormier. Cormier varð á dögunum þungavigtarmeistari UFC og er þar með meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Cormier verður fertugur í mars á næsta ári og ætlar hann að leggja hanskana á hilluna þegar fertugsaldrinum verður náð. Áður en hann gerir það mun hann hins vegar verja þungavigtarbeltið sitt og sennilega léttþungavigtarbeltið líka. Cormier á sennilega bara tvo bardaga eftir á ferlinum og vill því bara stóra bardaga sem trekkja áhorfendur að. Annar bardagi gegn Alexander Gustafsson heillar Cormier ekki nema Svíinn geri eitthvað stórfenglegt næst þegar hann berst. Möguleg fjögurra bardaga sigurganga Shogun er nokkuð sem heillar Cormier og þá er Brasilíumaðurinn ennþá nokkuð stórt nafn. „Hann er lifandi goðsögn, fyrrum meistari og einn besti bardagamaður allra tíma. Hann er einn af þeim í léttþungavigt sem ég hef áhuga á að berjast við,“ sagði Cormier um Shogun á dögunum. Sjálfur hefur Shogun ekki verið nálægt titlinum í mörg ár. Shogun varð léttþungavigtarmeistari UFC árið 2010 en tapaði titlinum til Jon Jones. Síðan þá hefur hann átt misjöfnu gengi að fagna þar til nú en sigurganga hans þessa dagana kemur mörgum á óvart. Shogun hefur átt glæsilegan feril en auk þess að vinna beltið í UFC tók hann líka beltið í japönsku bardagasamtökunum Pride árið 2005 sem er eitt af hans stærstu afrekum á ferlinum. Hann á marga frækna sigra að baki og er enn gríðarlega vinsæll bardagamaður. Þrátt fyrir ferilskrána er Shogun ekki talinn líklegri til sigurs í kvöld. Andstæðingur hans, Anthony Smith, er sigurstranglegri hjá veðbönkum og sjö árum yngri en goðsögnin. Smith kemur auk þess fremur seint í bardagann eftir að upprunalegi andstæðingur Shogun féll út. Smith er með 15 rothögg á ferilskránni og spurning hvort það 16. komi í kvöld. Shogun veit þó að sannfærandi sigur gegn Smith gæti skilað honum titilbardaga og mun hann því gefa ekkert eftir í kvöld. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 3 og hefst bein útsending kl. 18.
MMA Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn